Okur finnst ekki á frjálsum markaði

"Ef fyrirtæki á frjálsum markaði byrjar að græða meira en önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri þá dragast fjárfestar að þeim markaði og fjármagna stofnun samkeppnisaðila til að hagnast vel á og ávaxta fé sitt. Ef verðlag er í raun og veru of hátt á ákveðnum markaði án þess að samkeppni brjótist fram þá er ástæðuna að finna í höftum á markaði sem þyrfti að vera enn frjálsari. Svo einfalt er það."

Þessi orð tilheyra grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og má einnig lesa í heild sinni á Ósýnilegu höndinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Flott grein, ég bara gæti ekki verið meira sammála þótt ég reyndi. 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 8.6.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Einar Jón

Ég ætla að reyna að vera ósammála:

Þó að  markaðurinn sé "tiltölulega frjáls", þá er hann lokaður, lítill og afskekktur. Því má segja að ýmsir "Barriers to entry" geri hann lokaðan, þó að ríkið geri það ekki.

Svo má ekki gleyma því að þeir sem eiga markaðinn hafa venjulega fjármagn til að standa í verðstríði sem gerir innkomu nýrra aðila ómögulega.

Þetta frelsi er því aðeins á pappírnum...

Einar Jón, 12.6.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Réttara sagt: Frelsið er þeim mun meira sem ríkið leggur minni pappírsvinnu á markaðsaðila.

Geir Ágústsson, 12.6.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

...og hver er það sem græðir á verðstríðinu?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.6.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Talsmaður neytenda getur væntanlega svarað því. Nei úbbs, hann er sennilega stuðningsmaður öflugs "samkeppniseftirlits" og hefur því litla hugmynd um hvað málið snýst.

Geir Ágústsson, 12.6.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Einar Jón

En hvað með það þegar FÍB kom inn á bílatryggingamarkað? Hin tryggingafélögin lækkuðu verð svo að fáir skiptu, og FÍB gafst upp. Svo kom "slysaalda" þannig að öll gömlu tryggingafélögin "urðu að hækka verð"...

Eins var þetta þegar Bónus reyndi að opna búð á Akureyri (1991 eða svo) , verðstríð við Nettó þar til Bónus gafst upp - komu aftur 5 eða 10 árum seinna.

Bauhaus reyndi reglulega að fá lóð fyrir byggingavöruverslun, en fékk aldrei. Samt hafa Byko og Húsasmiðjan fengið fullt af lóðum fyrir stærri og stærri verslanir. Erlent olíufélag hefur svipaða sögu að segja (held ég).

Það er hellingur af dæmum til - neytendur græða tímabundið, en um leið og einhver hrökklast af markaðnum (eða eru keyptir af hinum, sbr. Iceland Express) hækka verðin aftur, og oft rúmlega það því það þarf að ná upp kostnaðinum við að bola út samkeppnisaðilanum.

Þetta frelsi er falleg hugmynd, en gengur ekki upp... 

Einar Jón, 13.6.2008 kl. 10:48

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar Jón,

Mér sýnist þú vera tala í hringi. Nýir markaðsaðilar koma inn á markað - verðstríð hefst - á einhverjum tímapunkti næst jafnvægi (verðstríðið lægir, einhver fer á hausinn, osfrv), þá skilið þannig að hlutfall hagnaðar af veltu á tilteknum markaði nálgast það sem gengur og gerist í öðrum fjárfestingarkostum.

Sveitarfélög sem standa í vegi fyrir lóðasölu, t.d. í nafni "deiluskipulags", eru truflun á starfsemi markaðslögmálanna en ekki nándar nærri því eitthvað sem bendir til að frelsi til verslunar og viðskipta sé "falleg hugmynd sem gengur ekki upp".

Reynsla og rök sýnir einmitt að hið gagnstæða - miðstýring - sé til þess fallið að draga úr samkeppni um hylli neytenda og fjárfesta. 

Nýtt tryggingafélag: Elísabet

Nýtt olíufélag: Atlantsolía

Ný byggingavöruverslun sem fékk lóð (en mér sýnist hafa hætt við að nota hana): Bauhaus  

Geir Ágústsson, 13.6.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Furðulegt finnst mér þegar fólk talar um annmarka frjálsrar verslunar með því að benda á hvar skortir á frelsið. vandamálið er nákvæmlega skortur á frelsi, ekki frjáls verslun. Hvað er nákvæmlega það sem skilst ekki?

Eini alvöru annmarkinn á frjálsri verslun eru gleymnir og latir neytendur. Fólk hinsvegar hefur það frelsi til að leggja fjárhagslegt mat að það að þurfa ekki að muna lengra en í 5 mínútur, að tryggingarfélögin 4 voru nýverið að taka alla í ósmurt rassgatið. Það versta sem gerist þegar fyrirtæki hegða sér óheiðarlega er ekki það sem fyrirtækin gera heldur það sem ríkið gerir í einhverri misskildum Hróar Hattar leik til að tryggja sér kosningu næst.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.6.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Einar Jón

Ég var ekki að meina að neitt sé að frelsi. Frelsi er gott. 

Það sem ég átti við er að fullyrðingar þínar þínar: "Íslendingar búa við tiltölulega frjálsan markað á flestum sviðum" og "Ef fyrirtæki á frjálsum markaði byrjar að græða meira ... þá dragast fjárfestar að þeim markaði og fjármagna stofnun samkeppnisaðila til að hagnast..." séu ekkert voðalega nákvæmar, af þeim ástæðum sem Sigurður Karl reifar að ofan. Svo ég vil meina að Ísland sé ekki eins frjáls markaður og þú heldur fram.

Elísabet er ekki nýr aðili, hann er í eigu TM. Nýir aðilar hafa reynt að koma inn á tryggingamarkað, en ekki tekist.

Atlantsolía er einn af fáum nýjum aðilum sem hafa komið inn á íslenskan markað síðustu ár, og er þar aðallega að þakka óvenjugóðum móttökum neytenda - þeir komu inn þegar samráð hinna olíufélaganna var í hámæli, svo margir (þ.á.m. ég) skiptu alfarið yfir til þeirra.

Ég vissi ekki að Bauhaus hefði fengið lóð, bara að þeir hefðu sóst eftir henni í hátt í áratug. Múrbúðin held ég að sé ný (veit ekki hver á hana), en fyrir hvern nýjan aðila má eflaust finna 2-3 sem hrökkluðust af markaði.

Þú átt örugglega helling af svörum við þessu, en mér finnst eins og ég sé að reyna að rökræða við HHG svo að ég ætla að stoppa hér.

Einar Jón, 13.6.2008 kl. 15:09

10 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég get fallist á það að hér ríkir alls ekki fullkomið frelsi á markaði, það er þó betra en á flestum stöðum. Ég skildi þig bara þannig í fyrsta innleggi þínu að þú sæir það sem annmarka frjálsrar verslunar að t.d tryggingarfélögin græði á stærð sinni. Það sem ég vildi leggja áherslu á er að það er ekki galli frelsis í verslun, heldur helsis, já og værukærð neytenda. Þú ættir auðvitað að taka því fagnandi að rökræða við jafn vel upplýstan mann og HHG , það er allt í lagi að skipta um skoðun.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.6.2008 kl. 15:57

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er munur á hugtakinu "frjáls markaður" og hugtakinu "frjálsari markaður en það ófrjálsasta sem finnst í hinum frjálsa heimi". Sem ímyndað dæmi mætti ímynda sér að Norður-Kórea sé með frjálsleika 0 og Hong Kong 8, að Ísland liggi á 5 og að alveg frjáls markaður sé 10. Sumsé, að það frjálsasta sem finnst í dag sé ekki nándar nærri því eitthvað sem mætti kallað "hinn frjálsa markað", en að "nokkuð frjáls markaður" finnst víða.

Geir Ágústsson, 13.6.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Þú segir, "...mér finnst eins og ég sé að reyna að rökræða við HHG", og bakkar þar með út. Ég held að svona fullyrðing sé næstum því tilefni til nýrrar færslu. Á ég að bakka út úr umræðum við þig því mér finnst þú vera apa upp Stefán Ólafsson og Þorvald Gylfason í hverri setningu? "Frelsið er gott en..." er nokkurn veginn boðskapur þinn. Á ég á þeim grundvelli að eyða út athugasemdum þínum til að forðast umræðu við þig?

Geir Ágústsson, 14.6.2008 kl. 20:58

13 Smámynd: Einar Jón

Þetta var kannski misráðið hjá mér, en þetta var alls ekki meiningin. (Ætli "ad Hannesum" sé skylt "ad Hitlerum"?)

Það sem ég átti við er að þessi boðskapur þinn hljómar alltaf eins og við liggjum einmitt í 8-9 núna, og ef við fengjum örlítið meira frelsi værum við í 10, þó að staðreyndirnar segi einmitt að við liggjum í kringum 5. Því fannst mér nauðsynlegt að benda á nokkur "en".

Ég hefði kannski frekar átt að segja það þetta væri eins og að rökræða við Birtíng.

Einar Jón, 16.6.2008 kl. 09:58

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar Jón,

Ég skal reyna að gæta mín og tala ekki um frelsi á Íslandi öðruvísi en að segja "hlutfallslegt frelsi, miðað við langflest önnur ríki veraldar" (hér með skammstafað HFMVLFÖRV)!

Ísland er ekki nándar nærri því að vera samfélagið sem fjallað er um í bókum á borð við The Politically Incorrect Guide to Capitalism eða The Ethics of Liberty, en ég leyfi mér samt að nota orðið "frelsi" án þess að nefna sérstaklega að um er að ræða HFMVLFÖRV og án þess að raða fyrirvörum á orðið til að sleppa við afvegaleiðandi athugasemdir.

Allir gallar hins frjálsa markaðar eru rekjanlegir til hindrandi ríkisafskipta. Þar með er öllu sem sagt hefur verið um Atlantsolíu, Bauhaus og fleiri fyrirtæki/markaði svarað. 

Geir Ágústsson, 16.6.2008 kl. 18:02

15 identicon

Smá innskot : Bauhaus er að byggja verslun á móti Korpúlfsstöðum, ég held að það svæði kallist Úlfarsfell.

S.s. Bahaus eru að koma, og opna e-n tímann í haust.
Það er vonandi að þeir plumi sig hér og dragi á eftir sér erlendar matvörukeðjur líka. Það væri kærkomið að sjá hvernig okkar innlendu matvöruverslanir myndu plumma sig í samkeppni við erlenda risa.

Valþór (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband