Laugardagur, 7. júní 2008
Hvað er 'matvælaöryggi'?
Þeir sem skilja ekki hagfræði, verkaskiptingu og annað þvíumlíkt eiga það til að nota orð sem hafa enga merkingu en hljóma eins og þau hafi merkingu. Dæmi um slíkt orð er "matvælaöryggi" sem virðist þýða "óhagkvæm matvælaframleiðsla, framleiðslunnar vegna". Systkynaorð "matvælaöryggis" gæti t.d. verið "skóöryggi" sem sennilega þýðir að það séu örugglega til skór sem eru framleiddir án þess að markaðsaðstæður séu réttar.
Ég vissi ekki að sjálfstæðismaður eins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynni orð eins og "matvælaöryggi". Ég hef bara séð það áður í stefnuskrá Framsóknarflokksins en það hefur nú greinilega ratað í almennt tungutak stjórnmálamanna.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er vel á minnst í mjög athyglisverðri stöðu sem ráðherra þessara tveggja ráðuneyta. Íslendingar berjast fyrir aukinni fríverslun með fisk en áframhaldandi höftum á landbúnaðarframleiðslu. Hagfræðin er rétt skilin einn daginn en óskiljanleg þann næsta. Athyglisvert.
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Athugasemdir
mat VÆLA öryggið. Mat vælið heyrist helst í sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu sem er ekki nógu góð til að vera flutt út.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.6.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.