Fimmtudagur, 5. júní 2008
Björk, landareignir á Íslandi eru til sölu
Björk er frægasti Íslendingur heims og sennilega einn sá ríkasti. Hún hefur hugmyndir um hvað Íslendingar "eigi" að gera, t.d. þegar álver og virkjanir eru í umræðunni, en leiðin að markinu er sennilega ekki alveg jafnskýr í höfði hennar.
Við Björk segi ég þess vegna: Ef þú vilt að einhver landareign (t.d. þar sem fossa og hveri er að finna) sé ósnert þá er þér velkomið að bjóða í hana, gera að þinni eign og einfaldlega girða hana af (eða bjóða upp á göngutúra um hana ef þú vilt).
Allir húseigendur skilja vel frelsið sem felst í eignarréttinum. Ef þeir vilja bleikt eldhús þá mála þeir það bleikt. Ef þeir vilja skítugt og ósnortið eldhús þá sleppa þeir því einfaldlega að þrífa það. Sömu lögmál gilda um landareignir (að undanteknum þeim sem ríkið getur stolið gegn gjaldi - þ.e. þjóðnýtt með valdi).
Þeir sem tala um að "Íslendingar" vilji hina eða þessa ráðstöfun íslenskrar náttúru eiga að sanna mál sitt með uppkaupum á uppáhaldsnáttúruperlum sínum og verja þær frá ágangi ríkisvaldsins (sem, furðulegt nokk, er yfirleitt tilbeðið af þeim sem sömu og eru ósáttir við ráðstöfun þess á eigin eignum).
Ísland verði áfram númer eitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd!
Hvernig væri ef allir þessir styrktartónleikar væru til að safna fyrir náttúruperlum ? Svo ef þessir hippar myndu leggja hasspípuna frá sér rétt á meðan Sigurrós tekur lagið, væri hægt að spara fyrir heilum þjórsárverum.
Viðar Freyr Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 01:10
Nááákvæmlega Geir!
Sindri Guðjónsson, 6.6.2008 kl. 08:43
Heyr heyr.
Valþór (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:24
Björk Guðmundsdóttir sem ég ætla ekki að frýja vits, er að rugla saman ímynd Íslands og Íslandi eins og það er. Ísland er ekki ósnortið land, það er snortið land, niðurnítt land, bæði af mannavöldum og náttúruvöldum. Annars er það þarft verk að skilgreina hugtakið ósnortið. Skilgreina það í eitt skipti fyrir öll svo huldutrúarfólkið hætti að misnota það og misskilja.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.6.2008 kl. 17:28
Ég sting upp á skilgreiningunni
Flatarmál mannaverka (byggingar, fótspor, stígar, osfrv.) á tilteknu landssvæði < 0,3% af flatarmáli svæðisins
Háir og landsparsamir turnar gætu grafið undan skilgreiningunni en ég held hún sé samt ekki svo galin.
Geir Ágústsson, 6.6.2008 kl. 17:43
Það má etv. bæta tíma inn í þetta, hvað um það sem var nagað að rótum fyrir hálfri öld og hefur ekki náð sér enn?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.6.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.