Fimmtudagur, 5. júní 2008
Hvað er að þessari virkjun?
Ég veit ekki hver á landssvæði fyrirhugaðrar (aflýstrar) Bitruvirkjunar en gef mér að eigandinn (ríkið?) sé ekki á móti því að virkjun verði byggð á landareign sinni. Ég veit að Orkuveita Reykjavíkur er í eigu hins opinbera (sem er hvorki "almenningur" né "þjóðin" eða neitt í þeim dúr). Stjórnmálamenn sitja því báðum megin borðsins og ákvörðunin um Bitruvirkjun eða ei því pólitísk ákvörðun. Sem slík er hún hvorki háð arðsemisútreikningum né viðskiptalegum forsendum.
Ég hef hins vegar enga hugmynd um af hverju þessi virkjunarkostur hefur verið blásinn af borðinu. Raforkukaupendur virðast vera til staðar. Virkjunin sjálf mun varla sjást á yfirborðinu fyrir utan lítinn þrí-kældan gufustrók. Virkjunin uppfyllir, að því er virðist, öll skilyrði þess að geta kallast "græn", "sjálfbær" og "endurnýjanleg".
Það virðist hreinlega vera þannig að nú megi hvergi virkja, sama hvaða. Að orka sé orðin að bannorði - hinn forboðni ávöxtur sem ekki má neyta.
Eða hvað?
Ákvörðun um að hætta við Bitruvirkjun ekki endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.