Mánudagur, 7. apríl 2008
Sólbrúni Gore tekur ekki við (röngum) spurningum úr sal
Al Gore er að mörgu leyti magnaður maður. Eftir að hann, í varaforsetatíð sinni í Bandaríkjunum, neitaði að skrifa undir Kyoto-sáttmálann og tapaði forsetakosningum þá hefur hann ekki gert margt annað en að hvetja sitjandi forseta og forsætisráðherra til að skrifa undir Kyoto-sáttmálann.
Hann vill að fólk tali um hættuna sem, að hans mati, stafar af notkun jarðefnaeldsneytis (sú tegund eldsneytis sem sér mannkyninu fyrir 90% af orku sinni, og er ekki með nokkrum hætti hægt að skipta út fyrir neitt annað í náinni framtíð nema skrúfa fyrir orkunotkun Jarðarbúa, þá sérstaklega þeirra fátækustu). Hann er hins vegar ekki mikið fyrir beina þátttöku í umræðum - tekur til dæmis ekki við spurningum úr sal nema eftir vel skipulagt síunarferli. Hvað þá þreyta sig í einhverjum kapp/rökræðum. Nei, Al Gore bjó á sínum tíma til Hollywood-mynd og glærusjóv og það hlýtur að vera nóg að ýta á play-takkann og ganga svo af sviði.
Al Gore er boðberi skoðunar. Skoðana-skiptin eru honum hins vegar ekki að skapi. Sólbrúni Gore kom hingað á einkaþotunni sinni jarðefnaeldsneytisdrekkandi farþegaþotu (sýnilega beint af einhverri sólarströnd) og ætlar að halda fyrirlestur, ganga svo af sviði og fljúga á næsta áfangastað. Eftir sitja áhorfendur hans, með samviskubit yfir því að þurfa nota bíl til að komast heim á leið, og fara beint undir sæng að sofa því hver einasta vöðvahreyfing er á einhvern hátt CO2-losandi, og það er jú hræðilegt!
Al Gore á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Athugasemdir
Það er alltaf ánægjulegt að sjá og hlusta á sjálfkjörna og sjálfmenntaða umhverfisfræðinga eins og þann sem skrifar þennan pistil. Eigum við ekki að treysta þeim sem hafa lagt metnað sinn í það að stúdera þessi mál af einhverju viti að hafa lokaorðin um það hvort atferli manna hafi áhrif á loftslag og umhverfið almennt? Þeir eru undantekningarlaust á þeirri skoðun. Ég ætla ekki að tjá mig um pípulagnir og önnur verkfræðileg störf sem þú innir af hendi í þinni vinnu, alveg eins og ég treysti læknum til að sjúkdómsgreina mig ef eitthvað bagar að minni heilsu. Gerir þú ekki það sama? Ég tala þá kannski bara fyrir sjálfa mig þegar ég segi að ég hafi einfaldlega hvorki menntun né vit á sérhæfðum störfum sem fólk hefur eytt megni af ævi sinni að nema. Afhverju gerir þú ekki það sama? Þetta er burt séð frá því hverskonar manneskja Al Gore er, enda finnst mér það vera aukaatriði hér. Batnandi mönnum er vissulega best að lifa.
abg, 7.4.2008 kl. 22:04
abg,
Ég er ekki loftslagsfræðingur (frekar en Al Gore), og er vissulega til í að leyfa fræðimönnum og sérfræðingum á sviðum loftslagsvísinda ræða þessi mál sín á milli (ólíkt Al Gore). Mín afstaða er sú að CO2 sé óumflýjan hliðarafurð orkuneyslu mannkyns - neyslu sem aftur er óumflýjanleg til að bæta lífskjör mannkyns. Þú þarft því ekki að klína á mig neinum sjálfsskipuðum sérfræðingastimpli hvað varðar lofttslagsvísindi - hér fjalla ég um stjórnmál (eins og lögfræðingurinn og stjórnsýslufræðingurinn Al Gore).
Geir Ágústsson, 8.4.2008 kl. 09:56
Það er bara alveg heilbrigt að setja spurningamerki við svona: 'Allt er að fara til fjandans, treystið á mig til að redda því'- spámenn.
í fyrsta lagi set ég spurningamerki við: er allt að fara til fjandans ?
í öðru lagi: er þessi maður með einhverja lausn ?
Viðar Freyr Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 13:09
ABG, heilbrigð skoðanaskipti um víðtæk mál eins og aðgerðir manna til veðurbreytinga að hætti Gores eru sjálfsögð og alls ekki einungis fyrir sérvalda loftlagsfræðinga. Annars hefðir þú ekki ritað athugasemd. Umræður um stýrivexti eru ekki bara fyrir hagfræðinga, heldur fólkið sem í þeim lendir. Gore og Co. þröngvar kvóta upp á okkur, sem mun hafa djúp áhrif á líf fólks. Það ber að ræða.
Gore hælir okkur fyrir að vera leiðandi í umhverfismálum. Við eigum þá að njóta þess í ríkulegum kolefnislosunarkvóta, fyrst að þau afglöp eru að verða að raunveruleika.
Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.