Vörubílstjórinn og húsvörðurinn - stigsmunur en ekki eðlismunur

"Kæri lesandi, ef þú mundir sætta þig við að húsvörður þinn meini þér inngöngu inn á eigið heimili þá máttu mín vegna sýna aðgerðum vörubílstjóranna samúð og skilning (þó án þess að ætlast til þess að aðrir séu jafnsáttir við valdbeitinguna). Annars ekki. Það væri mótsögn sem er erfitt að kjafta sig út úr."

Svona hljóma niðurlagsorð seinasta innleggs míns á Ósýnilegu höndina.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en elsku karlinn minn, ef þú værir mjög ósáttur við þín kjör, sem þú trúlega ert ekki, þætti þér súrt í broti að geta ekki mótmælt, farið í verkfall eða gert annað það sem vekti athygli vinnuveitanda þíns eða hvers annars sem er, á bágri stöðu þinni.  Ég yrði sjálfsagt ekkert glaður, yrði mér meinaður aðgangur að eigin heimili, en ég tæki samt ofan fyrir húsverðinum mínum ef hann sýndi fram á réttmæti sinna aðgerða.  Áfram allir þið, sem krefjist réttmætra úrbóta í öllum hugsanlegum málum.  Ég styð bílstjóra, enda ek ég sjálfur daglega um á rándýru eldsneyti sem ég hef ekki efni á, en get ekki án verið.

aa (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

aa,

Þú hefur greinilega greiðan aðgang að eigum þínum og getur gengið um þær götur sem þú vilt t.d. til og frá vinnu. Þar með engin ástæða fyrir þig til að setja þig í spor þeirra sem lenda í vegatálmum í daglegu amstri. Gott hjá þér. Samúð þín er skjalfest. Rökstuðningur þinn hins vegar dæmdur holóttur eins og svissneskur ostur. 

Nema þú sért að leggja til almennar skattalækkanir á allt sem viðkemur flutningskostnaði? Má lesa það út úr baráttuorðum þínum? 

Geir Ágústsson, 3.4.2008 kl. 21:35

3 identicon

Sjálfur vildi ég gjarnan setja stóran part af flutningum á skipin aftur, en því miður ræð ég engu um það.  Hins vegar sagðist ég ekki geta án eldsneytis verið, sem ætti að segja þér að ég get ekki gengið þær götur sem ég vil til og frá vinnu, heldur þarf ég að aka um langan veg og ég get frætt þig á því að ég lenti í kröppum dansi á leið heim í fyrradag, þegar vörubílstjórar töfðu mig verulega, samt styð ég þá.  Skrýtið ???

aa (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Svo er þetta ekkert annað en ofbeldi, að halda fólki nauðugu og koma í veg fyrir að það fari frjálst ferða sinna. Einhverstaðar var mér amk. kennt að slíkt flokkaðist sem ofbeldi, í líkingu við mannrán.

Viðar Freyr Guðmundsson, 5.4.2008 kl. 01:33

5 identicon

Að sitja fastur í umferðinni líkist ekki mannráni, því að þú ert frjáls að því að velja aðra leið.  Það er svo ekki alveg víst að þú finnir aðra leið, en þú mátt reyna.

aa (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 01:55

6 Smámynd: Geir Ágústsson

aa,

Að láta berja sig er þá væntanlega frjálst val líka, þar eð maður getur alltaf hlaupið sig frjálsan, eða hvað?

Margir vilja endilega að ríkið eigi vegina. Gott og vel, en ríkið ræður því þá líka hver má nota vegina og hvenær þeir eiga að vera opnir. Að setja upp vegatálma í trássi við vilja vegareigandans er í engum aðalatriðum frábrugðið því að læsa fólk frá eigin íbúðum. 

Það hvort einhver sætti sig við að fá ekki að komast heim til sín í "samúðarskyni" breytir engu um ólögmæti og óréttmæti aðgerðarinnar gagnvart þeim sem vilja komast leiðar sinnar. 

Geir Ágústsson, 6.4.2008 kl. 12:43

7 identicon

Gleymum því ekki að í upphafi átti að hafa samráð við lögreglu, en sú ágæta stétt manna kom aftan að bílstjórum og lokaði leiðum sem fara átti.  Þar með sigldi samvinnan í strand og umferðin í hnút.

aa (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband