Að láta fáa semja fyrir marga

Ótrúlegt er það umburðarlyndi íslenskra launþega að vilja framselja vald sitt til launaviðræðna og kjarasamninga í hendur verkalýðsfélaga. Eftir hverja einustu samninga gólar kórinn að launþegar hafi verið "sviknir", að ekki hafi náðst fram "sanngjörn kjör", og að næst verði að berjast fram í fingurgóma fyrir "leiðréttingu" og það helst með "hörku"!

Hverjir koma best út úr kjarasamningaviðræðum? Þeir lélegu, vitaskuld. Þeir sem skapa ekki næg verðmæti til að verðskulda laun síns "kjarahóps", en fá samt þau laun. Hverjir koma næstbest út úr svona viðræðum? Nú þeir sem eru að fá nákvæmlega það sem þeir fengju ef þeir gætu samið einir og sér um sín kaup og kjör. Hverjir koma svo verst út? Vitaskuld þeir sem leggja mest af mörkum, hafa mesta reynslu og/eða þekkingu og borga undir rassinn á þeim sem hvorki geta né nenna.

Þær "stéttir" sem hafa það best á Íslandi eru þær sem eru mannaðar einstaklingum sem þurfa á hverjum degi að sanna sig og bæta sig til að halda starfi sínu eða hljóta framhefð og launahækkun. Tilviljun? 

Í Danmörku hefur hið opinbera gert tilraun til að brjóta upp þetta óhagganlega meðalmennskukerfi með fyrirkomulagi sem Danir kalla "Ny løn" sem gefur sveitarfélögum og opinberum stofnunum pínulítinn sveigjanleika til að verðlauna sína bestu starfsmenn. Ég skal ekkert fullyrða um "árangurinn", en viðleitnin er til staðar, og fæddist af engu öðru en brýnni nauðsyn til að stöðva fólksflóttann úr opinbera geiranum - fólksflótta þeirra hæfu og góðu.

Spurningin sem ég spyr mig er þessi: Mun hið opinbera á Íslandi, í fjarveru einkavæðingar og niðurskurðar á umsvifum sínum, grípa til einhverra svipaðra ráðstafana af eigin frumkvæði eða dugir neyðin ein til að fá einhverja hreyfingu í hina fastmótuðu ramma? 


mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er yljandi tilhugsun sem ég ætla ekki að kæla fyrr en einhver sýnir fram á annað (t.d. að 80-prósentin láti bara allt yfir sig ganga).

Geir Ágústsson, 10.3.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband