Mánudagur, 10. mars 2008
Krókaleiðir að markinu
Mikið er ánægjulegt að sjá Ingibjörgu Sólrúnu (klædda í stíl við sófann sem hún situr í) athuga möguleika á opnun íslensks lyfjamarkaðar. Mikið er samt leiðinlegt að sjá að krókaleiðir að því marki vera helst í skoðun.
Fyrir nokkrum mánuðum opnaði síða á netinu, Minlyf.net, sem bauð Íslendingum upp á að kaupa lyf frá Svíþjóð í gegnum póstverslun. Sjá t.d. frétt frá þeim tíma. Þetta framtak var samt kæft af íslenskum yfirvöldum. "Lyfjastofnun hefur úrskurðað að starfsemi MínLyf stangist á við lyfjalög." Af hverju ætti Lyfjastofnun að heimila svipaða starfssemi í gegnum Færeyjar? Á að breyta lögum? Á að reyna aftur án lagabreytinga, að þessu sinni með blessun utanríkisráðherra, en án frekari aðgerða?
Og hvað nú ef póstverslun með lyf í gegnum Færeyjar verður heimiluð? Opnar það þá ekki á póstverslun með lyf frá öllum öðrum ríkjum Evrópusambandsins? Og ef svo, af hverju þarf þá að blanda stjórnvöldum frekar í málið með rándýrum fundum opinberra starfsmanna á dagpeningum?
Mér sýnist allt bera að sama brunni, sem er sá að hið eina sem stendur á milli aðgengis Íslendinga að ódýrum lyfjum frá öðrum ríkjum sé fyrirstaða í hinu íslenska kerfi. Heimatilbúinn múr á milli Íslendinga og erlendra lyfjasöluaðila. Innlendir múrar, ekki erlendir.
Lausnin? Að íslensk yfirvöld breyti íslenskum lögum svo síður eins og Minlyf.net geti enn á ný hafið starfsemi sína, en án lagalegu óvissunnar eða mótstöðu Lyfjastofnunar. Þá hvort heldur frá Færeyjum, Svíþjóð, Kanada eða Kína.
Lyf flutt inn frá Færeyjum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Athugasemdir
Amen
Sporðdrekinn, 10.3.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.