Ţriđjudagur, 4. mars 2008
Bush ţarf ađ sýna góđan endasprett
George W. Bush mundi gera vel međ ţví ađ lappa upp á vćngbrotinn forsetaferil sinn međ ţví ađ ţrýsta međ öllu afli á ađ Bandaríkin geri sem flesta fríverslunarsamninga, ţá sérstaklega viđ Miđ- og Suđur-Ameríkulönd sem reyna nú ađ standast mútugreiđslur úr olíusjóđum Venesúela.
Sósíalismi Suđur-Ameríku er óđum ađ loka dyrum sínum á lífskjarabćtingar ţegna sinna rétt eins og sá austur-evrópski gerđi á sínum tíma í Evrópu, og slíkt getur haft skelfilegar afleiđingar í för međ sér. Opnun á alţjóđaviđskipti viđ ţennan heimshluta, nánast á hvađa skilmálum sem er, getur ţví eingöngu veriđ til bóta.
Nú er ađ vona ađ Bush eigi enn eftir einhvern trúverđugleika sem hann svo nýtir til ađ tengja milljónir fátćkra Suđur- og Miđ-Ameríkubúa viđ allsnćgtir hins kapítalíska veisluborđs.
Enginn syndir á leku gúmmídekki frá Bandaríkjunum til Kúbu, eđa smyglar sér undir gaddavírsgirđingu til ađ komast frá Bandaríkjunum til Venseúela (ef ţannig má ađ orđi komast). Straumurinn er í hina áttina. Ćtli ţađ sé ekki vísbending um eitthvađ?
Bush styđur forseta Kólumbíu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú Michael Moore fór ţarna yfir á einhverjum dalli. Mćli međ ađ menn kynni sér http://www.youtube.com/watch?v=aEXFUbSbg1I&feature=related
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráđ) 4.3.2008 kl. 21:47
En ílengdist ekki, öllum ađ óvörum, eđa hvađ?
Geir Ágústsson, 4.3.2008 kl. 22:13
Ég veit ţađ ekki ég bjóst alveg viđ ţví ađ hann yrđi eftir, en ţađ var kannski bara óskhyggja.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráđ) 4.3.2008 kl. 23:04
Frjáls verslun er eina leiđin til ađ hafa alvöruáhrif á harđstjórn í öđrum ríkjum. Ţetta á ekki bara viđ um Suđur-Ameríku heldur einnig Miđausturlönd. En mér sýnist ađ öll forsetaefnin í BNA vilji hafa áfram, og jafnvel auka viđ, ţá verndarstefnu sem ţar hefur veriđ viđ lýđi.
Úlfur (IP-tala skráđ) 5.3.2008 kl. 16:12
Ţađ vćri rosalega gaman ađ sjá USA gera fríverlsunarsamning viđ Kúbu. Gera alla verslun frjálsa, bara allt frjálst flćđi vöru, ţjónustu, vinnuafls og alles. Eyjan myndi kannski tćmast á svona korteri en hver veit kannski einhver myndi flytja til baka enda komiđ fríverslunarríki.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráđ) 6.3.2008 kl. 02:25
Ţegar stjórnvöld á Kúbu geta ekki lengur kennt BNA um allt sem aflaga fer er augljóst ađ réttum ađila verđur kennt um. Kastró-stjórnin félli eins og spilaborg.
Kúba myndi svo sannarlega ekki tćmast. Hafandi í huga hversu erfiđar ađstćđur ţarf til ađ fólk neyđist til ađ yfirgefa heimaland sitt á ég bágt međ ađ sjá hvernig aukiđ frjálsrćđi ćtti ađ hafa ţau áhrif. Ţađ eru til ríkir Kúbumenn í BNA sem bíđa eftir tćkifćrinu til ađ koma landi sínu á réttan kjöl.
T.d. tćmdist Rússland ekki, og Austur-Ţýskaland ekki heldur. Einhverjir fluttu burt, ţađ er rétt, en uppgangur og bćtt lífskjör urđu stađreynd hjá ţeim sem eftir urđu.
Úlfur (IP-tala skráđ) 7.3.2008 kl. 12:33
Ég held ađ óskalisti ţinn sé of langur Geir og ađ ţú gerir óraunhćfar kröfur til Bush-stjórnarinnar. Raunar held ég ađ engum sé gerđur greiđi međ fríverslunarsamningum viđ ríki sem ekki eru stjórnmálalega og efnahagslega tilbúin til slíks. Til dćmis skilst mér ađ NAFTA gangi vel ađ sumu leyti en miđur hvađ ađra ţćtti varđar. Mexico er líklega of mannmargt og of vanţróađ til ađ allir ţćttir gangi upp.
Góđ samskipti hafa tekist međ Bandaríkjunum og Kólumbíu. Líklega munum viđ sjá ţessi samskipti aukast og ef vel gengur og hagur Kólumbíu eflist, munu fleirri ríki Suđur-Ameriku sćkjast eftir sama mynstri.
Höfum í huga ađ í Suđur-Ameríku er fullt af vitleysingum eins og Hugo Chavez og Castro. Ţeir geta á skömmum tíma gert ađ engu áratuga framţróun. Venezuela var lengi vel í góđum gír, en nú eru horfur ţar skelfilegar, ţrátt fyrir ađ ţeir syndi í olíu.
Loftur Altice Ţorsteinsson, 7.3.2008 kl. 23:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.