Mánudagur, 19. nóvember 2007
Sönnunarbyrðin er á Græningjunum
"The basic libertarian principle is that everyone should be allowed to do whatever he or she is doing unless committing an overt act of aggression against someone else. But what about situations where it is unclear whether or not a person is committing aggression? In those cases, the only procedure consonant with libertarian principles is to do nothing; to lean over backwards to ensure that the judicial agency is not coercing an innocent man. If we are unsure, it is far better to let an aggressive act slip through than to impose coercion and therefore to commit aggression ourselves. A fundamental tenet of the Hippocratic oath, "at least, do not harm," should apply to legal or judicial agencies as well." (#)
Það er einhvern veginn á þessum nótum sem ég hafna sósíalisma í nafni dómsdags-tölvumódela CO2-heimsendaspáanna sem enginn trúir á en eru notaðar sem söluvara boðskapsins. Sé vafi (og já, það er svo sannarlega vafi), gera ekkert, því ef vafinn reynist réttur þá hefur ofbeldi verið beitt í nafni sjálfsvarnar, og slíkt er ekki réttlætanlegt undir nokkrum kringumstæðum.
Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem kærir eða hefur frami ásakanirnar, en ekki hinum sem stunda frjáls samskipti og viðskipti sín á milli og nýta sér náttúruauðlindir til að bæta lífskjör sín og lengja líf. Baráttan við 0,02 gráðurnar eftir 50-100 ár mætti gjarnan enda hér og nú. Hún er ekki einnar trilljón evranna virði, hvorki fjárhagslega né í tapinu á frelsi mannkyns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Athugasemdir
.....unless committing an overt act of aggression against someone else.
Samkvæmt öllum spám mun tíðni óveðra aukast, hækkun verður á yfirborði sjávar. Harmleikir eins og þeir sem við sjáum núna í Bangladesh munu verða tíðari. Slikir harmleikir sem orsakast í framtíðinni vegna þess að ekki er hlustað á vísindamenn er auðvitað "committing an overt act of aggression against someone else."
Þú segir... "A fundamental tenet of the Hippocratic oath, "at least, do not harm".... "
Ég er læknir og starfa skv þessu eið. Í samhengi loftlagsmála þá hljótum við að segja við þann sem mengar "at least, do not harm".... Það er sá sem fyrir afleiðingum mengunarinnar verður sem á að njóta vafans ekki sá sem mengar sem á að njóta vafans. Ert þú ekki eitthvað að misskilja Hippókrates, ég bara spyr. Þetta væri eins og að segja; ég sem læknir hef rétt á að stunda lækningar og sjúklingurinn skal bara gera svo vel að sætta sig við það hvort sem hlýtur verra af eða ekki. Nei, Geir það er sjúklingurinn sem nýtur vafans ekki læknirinn. Það eru þeir sem verða fyrir menguninni sem njóta vafans ekki sá sem mengar. Ég vona að þú skiljir slík grundvallaratriði.
Magnús Karl Magnússon, 19.11.2007 kl. 21:05
Magnús Karl, það er nú varla bætandi á þessar umræður um keisarans skegg. Ég skil að órökrænir ídealistar sem halda að peningar vaxi á trjánum og að blómin spryngi úr sprengjunum telji að aðgerðirnar munu breyta einhverju í lífi núlifandi jarðarbúa eða barna þeirra. En þegar rökrænn, vel máli farinn læknir virðist telja að þetta breyti virkilega einhverju, gegn því sem mærða IPCC hagsmunanefndin telur, þá verð ég kjaftstopp. Munu milljarðar okkar kæla heiminn næstu 100 ár?
Ívar Pálsson, 19.11.2007 kl. 22:41
Ég tek heilshugar undir þennan málflutning Geirs. Ég hreinlega skil ekki hversvegna það á að kæla öll efnahagskerfi heimsins og með því gera að engu vonir þriðja heimsins til að koma sér út úr fátækt, einungis til að tefja hið óumflýjanlega um nokkur ár eftir 100 ár. Hvernig væri frekar að hraða bara á hjólum efnahagslífsins og nota frekar umfram gróða til að leysa hið óumflýjanlega vandamál, sem mun koma hvort sem við viljum eða ekki.
Við þurfum hvort sem er að leysa þennan vanda á endanum, það verður ekki gert með því að hætta útblæstri. Ég tala nú ekki um hræsnina gagnvart þriðja heiminum. Ríku þjóðirnar búnar að ganga í gegnum iðnvæðingarskeið sitt og í leiðinni mengað allan heiminn, og þegar kemur að þriðja heiminum, þá þykjumst við bara geta bannað þeim að iðnvæðast og ætlum þeim að hoppa yfir það skref, þvílík fásinna, dónaskapur og hræsni gangvart þeim sem síst þola. Það er líka allþekkt að hagfræðingar heimsins setja mikilvægi umhverfismála í síðasta sæti ef flokka á mikilvægar aðgerðir í þágu íbúa jarðarinnar. Það eru hinsvegar vísindamennirnir sem eru týndir í einhverju umhverfisrúnki þessa daganna. Þessi fyrirlestur er ágætur með Björn Lomberg um málið.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 19.11.2007 kl. 23:42
Ívar:
Milljarðar okkar gætu valdið því að jörðin hitnaði um 4 gráður á þessari öld, sem væri sennilega katastrófalt (business-as-usual með miklum hagvexti, scenario A1F1) eða þessi milljarðar gætu spyrnt við fótum og haldið hitaaukningunni niður undir 2 gráðum sem væri vonandi viðráðanleg hitaaukning. Þetta gæti skilið milli feigs og ófeigs á mörgum stöðum í veröldinni. Ég hef þarna á bak við við mig álit margra færustu vísindamanna heims sem byggja ályktanir sínar á þeim bestu gögnum sem til eru.
Magnús Karl Magnússon, 19.11.2007 kl. 23:44
Síðan hvenær var CO2-losun orðin að "mengun"'? Ef því orði er eitt í náttúrulegan hluta andrúmlsloftsins, hvaða orð á þá að nota fyrir losun á blýi og kvikasilfri út í ár og læki eða brennisteinsskýin sem íslenskar jarðvarmavirkjanir spúa á alla og alla í margra kílómetra radíus, tæringarvörnum bílalakks og lungum manna síður til hagsbóta?
Einhver mætti svo að gamni segja mér hvað landnámsmenn Íslands voru að anda að sér miklu CO2. Það væri verðugt markmið til að stefna að (hafi það hlutfall yfirleitt verið hærra en á Íslandi í dag, sem beinlínis hlýtur að vera samkvæmt sumum CO2=hitastig-kenningaberum sem skrifa fyrir IPCC).
Geir Ágústsson, 20.11.2007 kl. 20:12
Ég þakka Ívari fyrir að taka slaginn í tímabundinni athugasemda-fjarveru minni.
Alveg er ótrúlegt hvað andstaða við alþjóðlegt útblásturs-eftirlit (sem hlýtur að byrja sekta og refsa fljótlega) getur stuðað þá sem þó eru þó ekki feimnir við að borða lífrænt og nota venjulega stiga í stað rúllustiga.
Geir Ágústsson, 20.11.2007 kl. 20:19
Mér sýnist seinni linkur seinustu athugasemdar virka ágætlega. Finndu svarið bak við hann!
Geir Ágústsson, 21.11.2007 kl. 23:39
Fyrirsögnin segir: "Rúllustigar svína meira til en tröppurnar".
Jú vissulega allskonar fyrirvarar í sjálfri fréttinni, en fyrirsögnina þýði ég nokkurn veginn rétt.
Gangi þér vel að eltast við kennisetningar CO2-trúarbragðanna! Þú endar á því að eyða öllum frítíma þínum í að telja orkueiningar CO2, sem mun engu breyta fyrir einn né neinn nema þig í formi skerts frítíma.
Geir Ágústsson, 23.11.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.