Þriðjudagur, 16. október 2007
Niðurstaða þessarar nefndar er fyrirfram ákveðin
"Fyrsta verk nýs meirihluta í Reykjavík verður að setja af stað heildarstefnumörkun í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn nk. verður skipaður þverpólitískur stýrihópur undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem tekst þetta verkefni á hendur."
Hér þarf enginn að ímynda sér að niðurstaðan sé annað en fyrirfram ákveðin. Það má auðveldlega sjá út úr ýmsu orðalagi fréttarinnar (sem væntanlega á rætur sínar að rekja til fréttatilkynningar). Tökum dæmi:
"Til verkefnisins verða kallaðir óháðir sérfræðingar til að leggja mat á mismunandi leiðir í núverandi stöðu og draga lærdóm af umræðu og gögnum málsins."
Nú þegar liggur fyrir að Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson (Alfreð Þorsteinsson) eru í bæði litlum og stórum atriðum ósammála um hlutverk og stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Nefnd undir forystu Svandísar Svavarsdóttir mun fá það hlutverk að telja upp hina ýmsu valkosti (nema þá kannski helst algjöra einkavæðingu OR) og gefa skoðun Svandísar faglegan stimpil sem sú eina rétta.
Hafi ég rangt fyrir mér þá kyngi ég því með mikilli ánægju, því ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki rétt fyrir mér!
"Hópurinn mun einnig leggja grunn að ákvörðunum um næstu skref í málefnum Orkuveitunnar, hlut hennar í útrás á orkusviði og stefnu til framtíðar."
En hef ég rangt fyrir mér? Hinni svokölluðu óháðu nefnd er hér ætlað að ræða um "hlut [OR] í útrás á orkusviði" og gildir þá einu hvaða niðurstöðu hún kemst að þegar hún leggur "mat á mismunandi leiðir í núverandi stöðu". Hvað ef niðurstaða þeirrar umræðu er sú að OR eigi ekki að breiða út sér frá kjarnastarfsemi? Má hún þá sleppa því að ræða um hlutverk OR í útrás? Nei varla, því henni er ætlað að ræða um hlutverk OR í útrás. Spurningin er bara sú hvort Svandís ræður og OR fer út í þróunarverkefni og vísvitandi taprekstur, eða Björn Ingi og Dagur og OR fer út í gróðastarfsemi og hugsanlegan taprekstur.
Þessi nefnd er faglegt smurálegg á pólitískt tilbúið brauð, að ég held. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en mér þykir það ólíklegt.
Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Athugasemdir
Lestu þetta rétt:
„...verður skipaður þver pólitískur stýrihópur“.
„...verða kallaðir ó! háðir sérfræðingar“Ívar Pálsson, 17.10.2007 kl. 11:28
Óháð þverpólitík hlýtur að vera það faglegasta sem fyrirfinnst!
Geir Ágústsson, 17.10.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.