Álit hans skiptir máli vegna þess að.. ?

Af hverju eru einhver ummæli seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu (ekki Evrópu!) um Ísland aðalfrétt mbl.is núna? Íslendingar nota fjöldann allan af myntum - evran er bara ein þeirra. Fjölmargir Íslendingar hafa "tekið upp evru", á meðan aðrir hafa haldið í krónuna eða tekið upp bandarískan dollar eða breskt pund. Á þetta hefur margoft verið bent, og áfram skal bent á þetta (eða þar til stjórnmálamenn ákveða að taka fyrir hendurnar á fólki og skikka alla til að nota sömu mynt).

Valdamiklir embættismenn Evrópusambandsins hafa vissulega athyglisverðar skoðanir á mörgum málum, en þegar allt kemur til alls þá bera þær meira og minna að sama brunni; útvíkkun sambandsins og aukning á völdum Brussel. Íslendingum er hollast að standa utan við svartholið sem embættismannabákn Brussel er, ella verða gleyptir með húð og hári.


mbl.is Seðlabankastjóri Evrópu: Best að Ísland gengi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Valdamiklir embættismenn Evrópusambandsins hafa vissulega athyglisverðar skoðanir á mörgum málum, en þegar allt kemur til alls þá bera þær meira og minna að sama brunni; útvíkkun sambandsins og aukning á völdum Brussel. Íslendingum er hollast að standa utan við svartholið sem embættismannabákn Brussel er, ella verða gleyptir með húð og hári."

Heyr!

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.10.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband