Þriðjudagur, 11. september 2007
Hið góða er samt að við lifum lengur og lengur!
Margir hafa óstjórnlega þörf fyrir að skamma nútímamanninn fyrir lifnaðarhætti sína og uppfinningar. Klassísk skotskífa er efnaframframleiðsla mannsins - hin svokölluðu tilbúnu efni sem efnafræðingar finna upp á tilraunastofum sínum og innleiða inn í daglegt líf okkar. Þeim er kennt um allskyns kvilla og meinsemdir, og nú þessi rannsókn sem "bendir á" að þau, auk mengunar, eru dánarorsök okkar í 40% tilfella!
Gott og vel, ég gef mér að það sé rétt að það megi "rekja dauða" ótalmargra til tilbúinna efna. Hins vegar má einnig "rekja líf" milljóna manna til tilbúinna (eitur)efna. Áburður til matvælaframleiðslu, allskyns tilbúin efni til allskyns annarrar framleiðslu, sjampó og hreinsiefni, og svona má lengi telja.
Ég skil alveg þörf sums fólks til að sjá svörtum og óttaslegnum augum á nútímann og allar hans afurðir. Hins vegar er engin ástæða til að gleyma því góða alveg! Hundruð milljóna manna eru að rísa úr fátækt og lifa lengur - meira að segja sárafátækt ríki eins og Bangladesh verður orðið jafnríkt og Holland eftir lítil 40-50 ár. Er það ekki ástæða til að gleðjast, og slá aðeins á svartsýnina og bölsýnistalið?
40% allra dauðsfalla tengd mengun og óhreinindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lifum "við" lengur? Af hverju deyja þá sífellt fleiri ungir úr sjúkdómum eins og krabbameini? Má ekki finna eitthvert samhengi milli þessa og þeirra umhverfisáhrifa sem ýmis eiturefni hafa, til dæmis ýmis efni sem notuð eru til ræktunar og matvælaframleiðslu?
Mér virðist þessi klausa hafa farið alfarið fram hjá þér við lesturinn: "Þá segir hann ljóst að óhreint drykkjarvatn hafi hvað mest áhrif á heilsu fólks en samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) býr rúmlega einn milljarður manna við skort á hreinu drykkjarvatni. Sérfræðingar segja að um 80% allra umhverfissýkinga berast í mannslíkamann úr drykkjarvatni."
Þarna er ekki einungis verið að tala um mengun, heldur skort á hreinu drykkjarvatni, sem er sem betur fer nokkuð sem við íslendingar þekkjum ekki, í það minnsta enn sem komið er.
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:18
Barnadauði er á niðurleið, aðgangur að hreinu drykkjarvatni fer batnandi á heimsvísu og ævilíkur fólks eru á uppleið. Þetta gildir um hartnær allan heimin - undantekningar helst að finna í sósíalískum ríkjum sunnan Sahara. Þú getur sjálf leikið þér að tölfræðinni á Gapminder.
Áhrif ýmissa snefilefna á ýmsar tegundar krabbameins og annarra meina eru alltaf og sífellt undir smásjánni, en yfirleitt eru fréttirnar sem við heyrum í neikvæðari kantinum.
Jújú gott og vel er hægt að framkalla krabbamein í rottum með því að gefa þeim tröllaskammta af litarefni M&M svo vikum skiptir, en þegar á að heimfæra og skala niður slíkar tilraunir á menn og miklu minni skammta er ekkert víst að neitt raunhæft sé til í þeirri tölfræði. Ég set a.m.k. góðan fyrirvara við slíkar rannsóknir því annars á ég á hættu að eyða laununum mínum ekki í neitt nema rándýrar landfrekar áburðarlausar matvörur sem hafa ekki notað neina uppfinningu eftir 17. öldina til að ná á diskinn minn.
Þér er vitaskuld velkomið að hugsa öðruvísi en hræðsluáróðurinn gef ég lítið fyrir, og gleðst raunar yfir þeim stórkostlegu framförum í ævilíkum og lífslíkum sem þorri mannkyns býr við núna.
Geir Ágústsson, 11.9.2007 kl. 13:07
Mér þætti vænt um nánari útlistun á því í hvaða álfum og löndum heimsins þann þorra mannkyns sem þú nefnir er að finna?
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.9.2007 kl. 16:03
Þorsta þínum í vitneskju svala ég af mikilli ánægju (að hluta) á knappan og meira að segja bráðskemmtilegan hátt: Horfðu á eftirfarandi fyrirlestur eftir sænskan prófessor sem hefur mikla ánægju af því að kynna sláandi (en þó ekki nýja) tölfræði fyrir fordómafullum og jafnvel fáfróðum almenningi:
http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/92
Að áhorfi loknu stenst þú varla freistinguna lengur um að byrja leika þér með tölfræði á Gapminder.
Geir Ágústsson, 11.9.2007 kl. 18:46
Tækni er besta vopn mannkyns í flestum okkar málum við sjúkdóma, umhverfisvandamál og annað. Gott dæmi um þetta eru auðvitað fjölmörg lyf og tæki sem gera læknum og öðru heilbrigðisfólki kleyft að halda í okkur líftórunni.
Tölvur eru að leysa af hólmi ótal tæki sem áður fór gífurlegur efniskostnaður í að framleiða og seinna að farga. Gott dæmi um þetta er í tónlistariðnaðnum en í USA var um 32% alls útgefins efni einungis gefið út á tölvutæku formi og spara það gífurlega mikið plast og annað sem áður fór í gerð geisladiska. Myndir eru að mestu komnar á tölvutækt form og því minni pappír og ýmis spilliefni sem fóru í framköllun mynda sem notast er við. Tölvur sjá um innspýtingu og skilvirkni í nýjum bílum og spara þar með gífurlega mikið eldsneyti og önnur efni.
Tölvur eru notaðar í skipum, flugvélum, bílum og fleirri tækjum til að auka öryggi og auka skilvirkni sem bjargað hefur og sparað fjölda manslífa. Þær hjálpa við rannsóknir og auðvleda aðgang að menntun og svo mörgu fleirra. Efni í matvælum hjálpa okkur að fæða og klæða milljónir manna um allan heim og svo mætti lengi telja.
Það væri líka gott fyrir þá sem efa þau góðu áhrif tækninar að kynna sér vinnslu drykkjarvatns úr söltum sænum en til þess eru notaðar svo kallað ofurtölvur sem m.a. apple gerði öllum kleyft að eignast með G4 örgjörvanum á sínum tíma.
Gretar tækni er ekki slæm
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:08
Tinna vissulega væri það gott ef sem flestir gerðu sér grein fyrir því hvað umhverfið getur verið mikilvægt. Vandinn er samt alltaf sá að ég get ekki bannað nágranna mínum að keyra um á Hummer sem eyðir eflaust um 20 lítrum á hundraði, bara vegna þess að hann mengar mikið.
Markaðurinn er lang lang besta tæki til skilvirkin sem við höfum og nú er hann að senda fólki skilaboð um hagkvæmni sparneyttari bíla svo sem hybrid bíla og fleirri. Sífelt fleirri eru að nýta sér umhverifsvænni farkosti og leita leiða til að komast hjá óþarfa kostanaði.
Öll fyritæki leita að aukinni skilvirkni og því nýrra og betri leiða í framleiðslu sinni eða þjónustu og þar liggur sóknin í umhverfismálum en ekki í bannstefnu stjórnvalda. Græningjar tala fyrir höftum og öðrum óskilvirkum leiðum slíkt er ekki vænlegt til árangurs.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:32
Erum við að gleyma því að ríkustu samfélögin búa í hreinasta umhverfinu (að óbyggðum og skammlífu frumskógarlíferni undanskildu)? Ástæðan fyrir því er snobb - snobb sem felst í því að um leið og fólk hættir að svelta og hafa daglegar áhyggjur af mat og húsaskjóli þá taka við aðrar áhyggjur - áhyggjur af hreinlæti umhverfis og gæðum lofts og vatns?
Það hættulegasta við umhverfishreyfingu græningjanna er það að hún vanmetur stórkostlega umhverfisverndar-drifkraft ríkisdæmis, og einblínir á umhverfisverndar-áhyggjur ríka fólksins af umhverfi fátæka fólksins, og stíflar þannig drifkraftinn að baki auðsköpun fátæka fólksins!
Hver er sá drifkraftur? Efnahagslegt frelsi og auðsköpun almennt!
Geir Ágústsson, 12.9.2007 kl. 21:21
Tinna tollar/gjöld/reglur og önnur óregla eru ekki forsendur fyrir betra umhverfi. Ný tækni og framfarir eru leiðin að bættara umhverfi. Geisladiskar leystu af vínilplötur, pappír og fjöldan allan af geymslurýmum. Þetta merkilega fyrirbæri sem nýtir sér ótrúlega mörg lögmál eðlsifræðinnar allt frá sveiflufræði til ljósfræða og fleirra er nú að missa gildi sitt til harðra diska sem hafa miklu meira geymslurými. Tónlist sem áður var gefin út á diskum er nú gefin út að miklu leiti til á einungis tölvutæku formi eða svo kölluðu mp3 formi, og fleirri formötum, og koma því ekki á geisladiska nema fólk skrifi þá sjálft. Áætlað er að 32% allra útgáfu í USA 2006 sé á slíku formi.
Hér sparast alveg gífurlega mikið plast og annað efni sem fer í framleiðslu þessa diska sem áður spöruðu pappír og önnur efni. Ný tækni er að leysa gamla af hólmi og auka skilvirkni í safélaginu sem leiðir til minni orkunotkunar og minni mengunar. Reglur/tollar/gjöld/reglugerðir og annað eru steinn í vegi framara. Þegar fyrirtæki fara að hugsa meira um reglugerðir og gjaldtökur en minna um skilvirkni og framfarir skaðast umhverfið meira.
Markaðurinn er nefnilega eins og þú viðurkennir sjálf mjög gott tæki og hann hefur engin takmörk. Það sem gerir frjálsan markaði skilvirkan er að milljónir manna eru að taka ákvarðanir um stefnu og straum sem skilar sér inn á markaðinn sem dreyfir upplýsingum og hjálpar einstaklingum að taka betri ákvarðanir. Upplýsingar eru grunnurinn að góðum ákvörðunum ekki loka fyrir það með reglugerðum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 23:59
Stundum stendur valið á milli hundruð milljóna manna að deyja úr hungri, þorsta og sjúkdómum og einhverra plöntu- og dýrategunda. Fyrir mér er valið auðvelt - maðurinn gengur fyrir. Fyrir öðrum er valið auðvelt í hina áttina - hungur og sjúkdómar manna á að viðhaldast því blettótta uglan þarf varpsvæði.
En stundum þarf ekki að velja á milli. Frjáls verslun og afnám sósíalisma gerir það að verkum að eftir standa ríkir einstaklingar sem vilja að blettótta uglan eigi varpsvæði á lendum sínum, sem er vernduð einkaeign. Frábært, fyrir þá sem slíkt kunna að meta!
Ég sé enga mótsögn á milli óhefts kapítalisma og öfgakenndrar náttúruverndar. Ég sé hins vegar mikið að því að vilja hefta kapítalismann en boða á sama tíma öfgakennda náttúruvernd.
Geir Ágústsson, 13.9.2007 kl. 00:26
Tinna, hvernig ferðu með heimilið þitt sem þú keyptir dýrum dómum? Genguru á hús og veggi og sleppir öllu viðhaldi af því það er ekki neinn lögregluþjónn heima hjá þér til að stöðva þig? Nei sennilega ekki. Sennilega gerir þú þér grein fyrir því að ef þú passar ekki upp á eign þína, og viðheldur henni þannig að hún falli ekki í verði (og helst þannig að hún aukist í verði).
Mín spurning er þá sú: Af hverju trúiru því að eigendur annarra eigna eyðileggi þær jafnfúslega og þú lýsir?
Geir Ágústsson, 13.9.2007 kl. 17:44
Segðu íslenskum bændum og sumarhúsaeigendum að enginn á náttúruna (eða að allir eigi hana). Ég er viss um að fólk byrji undir eins að hætta öllum framkvæmdum og byrji um leið að ganga verr um allt í kringum sig!
Saga þín frá Bólivíu er vægast sagt hrottaleg afmyndun á raunveruleikanum! Nánar um það hér, t.d. bls 13 og bls 19 ætti einnig að vekja áhuga þinn. Mæli með því að þú rennir í gegnum plaggið svo ég þurfi ekki að eyða of miklu púðri í sögu-afmyndanir.
Geir Ágústsson, 14.9.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.