"Röskun" á samkeppni?

Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera einhver furðulegasta ríkisstofnun Íslands. Þetta er stofnun sem,

  • er mönnuð fólki sem er ekki að reka fyrirtækin sem þeir eru að "rannsaka"
  • mun aldrei aðhafast minna en ár en í fyrra til að draga ekki úr vaxtarmöguleikum sínum á fjárlögum
  • mun hafa hátt um allt sem hún gerir til að búa til þá ímynd að hún sé allt í öllu á markaði
  • flækist fyrir hagræðingu og rekstri fyrirtækja hvar sem því er komið við

...og svona má lengi telja. Hugtakið "röskun á samkeppni" sýnir vel á hvaða villigötum stofnunin er. Af hverju eru fyrirtækja að sameinast, sundrast og skipta um eigendur eða stjórnendur? Svar: Til að auðvelda sér að athafna sig á markaði, með það að leiðarljósi að "raska samkeppni"!

Ef "samkeppnisröskun" er talin ástæða til að ríkis-stöðva sameiningar fyrirtækja þá er allt eins gott að segja það hreint út að lögin banni sameiningar fyrirtækja! Það að slík röskun sé stundum hvorki sjáanleg né "mælanleg" áður en samruni hefur átt sér stað er ekki vísbending um eitt né neitt sem gerist síðar.

Getur einhver gefið mér réttlætingu á tilvist Samkeppnisstofnunar (án þess að henda allri hagfræði út um gluggann)?


mbl.is Ekki aðhafst vegna samruna Kaupþings og NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Af hverju að líta svona langt aftur í tímann? Microsoft, Google, Wall-mart og Boing, bara til að nefna nokkur dæmi.

Annars bað ég um svar sem kastar ekki hagfræði út um gluggann. Að vísa 100 ár aftur í tímann til annars lands sem á þeim tímapunkti var efnahagslegur drifkraftur heimshagkerfisins er ein leið af mörgum til að kasta hagfræði út um gluggann.

Geir Ágústsson, 27.8.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband