Kapítalismi í stað þróunaraðstoðar

Mikið er ánægjulegt að sjá Svía fækka útgjöldum sænskra skattgreiðenda, þótt vitaskuld eigi ekki að lækka þau. Í Kína og Víetman vinna menn að því hörðum höndum að skipta fátækt út fyrir kapítalisma, og koma sér þannig af ölmusalistum Vesturlanda. Það að Afríkuríki hangi sem fastast á ölmusalistanum er Afríkuríkjunum sjálfum að kenna. Sósíalismi, rányrkja valdahafa á eigin þegnum og gríðarlegar viðskiptahaftir eru meinsemdir Afríku, og kannski má henda sjálfri þróunaraðstoðinni á þennan lista!
mbl.is Svíar hætta að styrkja Kínverja og Víetnama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afríkuríkjunum sjálfum að kenna?

Ég held að málið sé nú frekar að Evrópsku nýlenduherrarnir skildu álfuna eftir í rjúkandi rústum og sem gróðrarstíu fyrir glæpamenn og sjálftökulið sem hefur vaðið þar uppi síðan oftar en ekki með stuðningi fyrverandi nýlenduherra og stórveldanna.

Einar (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nýlenduherrarnir eru ekki alveg saklausir, ég viðurkenni það. En fyrr eða síðar neyðumst við til að átta okkur á því að ölmusinn gerir engum gott - og þá síst af öllum þeim sem búa við borgarastyrjöld spilltra herforingja!

Íslendingar líta gjarnan jákvæðum augum á Marshall-aðstoðina (ofmetnu) því hún var "þróunaraðstoð sem virkar". Hún virkaði samt bara af því hún var skilyrt við að Íslendingar stunduðu frjáls viðskipti við vestræna nágranna sína og gerði sjálfa sig þar með ónauðsynlega á örfáum árum.

Geir Ágústsson, 27.8.2007 kl. 12:14

3 identicon

Það má benda á að fyrir 150 árum voru öll lönd fátæk á nútíma mælikvarða. Meðalævilíkur voru litlar, ungbarnadauði mikill, mataræði fátæklegt og lífskjör allmennt slæm. Nýlenduherrarnir gerðu ýmislegt af sér en þeir ruddust ekki inn á velmektarsvæði og settu allt á annan endann.

Afríkuríki teljast vanþróuð vegna þess að þau hafa ekki tekið framförum á við vesturlönd eða aðra heimshluta. Reyndar hafa meðal lífskjör í Afríku versnað dálítið síðustu 40 ár, þ.e frá lokum nýlendutímanns.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband