Föstudagur, 24. ágúst 2007
Á sölulistann með þennan sjóð!
Íbúðalánasjóður er ríkisrekinn samkeppnisrekstur við einkaframtakið. Sér enginn neitt athugavert við það? Sennilega sjá þeir það einir sem standa í rekstri. Segjum að þú rekir skóbúð. Reksturinn gengur sæmilega og þú berst fyrir því að útvíkka hann og láta hann skila hagnaði. Dag einn ákveður ríkisvaldið að það þurfi að hefja rekstur skóbúðar því skór eru nauðsynlegir fyrir alla og ríkið þarf að tryggja aðgengi að skóm á viðráðanlegu verði. Skattfé er veitt í hina nýju verslun og slegið af arðsemiskröfum.
Í hvers konar stöðu hefur ríkið nú sett þig, sem söluaðila skófatnaðar? Samkeppnisaðilinn mjólkar þig til að reka eigin verslun, lögin vernda samkeppnisaðilann frá gjaldþroti og niðurgreiddir skórnir seljast eins og heitar lummur á meðan þinn rekstur rýkur í vandræði. Mun rödd þín njóta einhverrar samúðar? Mun slæm staða þín vekja upp einhverja samúð eða truflun á réttlætiskennd almennings?
Ríkisvaldið sinnir mörgum verkefnum illa. Best væri að ríkið sinnti fáum verkefnum vel. "Gvuði sér lof að við fáum ekki allt það ríkisvald sem við borgum fyrir", sagði einhver í háði yfir óskilvirkni hins opinbera. Því minna af því því betra!
Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Öllum þessum fyrirtækjum er haldið á lífi af neytendum og notendum. "Gagnsemin" hverfur um leið og notendum og neytendum finnst hún ekki vera til staðar!
Þessu er öfugt farið í tilviki ríkisfyrirtækja. Gagnsemi þeirra hverfur um leið og stjórnendum þeirra finnst vera kominn tími til að fá sér vinnu á hinum sveiflukennda frjálsa markaði, og það er sjaldgæft! Eina dæmið sem mér dettur í hug er forstjóri Íslandspósts sem finnst vera kominn tími á að hann þurfi að verja fyrirtæki sitt fyrir samkeppni.
Geir Ágústsson, 24.8.2007 kl. 12:16
Það er akkúrat ekkert athugavert við það að íbúðasjóður sé rekinn af ríkinu. Hinvegar er ámælisvert að bankar gróðasóttargemlinganna séu að slá um sig með lánum til íbúðarkaupa, lánum sem hækka bara og hækka Ef ríkisvaldið sinnir mörgum verkefnum illa á slíkt hið sama við hjá hinum heilaga einkarektri og það svo um munar.
Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2007 kl. 12:16
Mér finnst oft ágætt að nefna eftirfarandi dæmisögu sem ungur maður sagði mér eitt sinn. Hann var þá að vinna hjá vinnuskólanum í Kópavogi. Vinnuskólinn fær úthlutað ákveðinni upphæð á hverju ári til að halda uppi rekstrinum, eins og allar ríkisreknar eða sveitafélagsreknar stofnanir. Staðan var hinsvegar oftast sú að þeir náðu ekki að klára peninginn sem þeir fengu. Þá var hlaupið til rétt fyrir lok starfsársins og keypt allskonar drasl sem engin raunveruleg þörf var á, bara til þess að eyða fénu og koma þannig í veg fyrir að þeir fengju minna næst.
Þetta er eðli allra ríkisrekinna embætta. Þau geta aldrei verið rekin eins og vel og einkarekin fyrirtæki gætu verið rekin. Það má sko vel vera að til séu ver rekin einkafyrirtæki, en eins og fram kemur í heitinu, það er þeirra "einka"mál. Þegar illa er farið með fé almennra borgara, þá er það ekki neitt einkamál. Það má líka vel vera að mönnum virðist reksturinn ganga ágætlega í einhverjum embættum (hef nú ekki kynnst mörgum reyndar), en staðreyndin er sú að þau eru alltaf ofurseld því sem ég lýsi í dæmisögunni að ofan. Auðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar og það er óverjandi að spreða þeim í svona. Það verður frekar að okkar kynslóð verður þekkt fyrir að spreða auðlindum í vitleysu með ríkisrekstri, en að menga þær.
Svo er dáldið erfitt að hljóma sannfærandi ef maður líkir saman nauðsyn skóeignar og þak yfir höfuðið, en rökin standa þó.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.8.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.