Íslenskur lobbýismi

Þegar einhverjir sérhagsmunahópar, t.d. meðlimir í Félagi fasteignasala, vilja að ríkið banni öðrum en þeim sjálfum að gera eitthvað þá eru ein mest notuðu "rökin" þessi: Hin Norðurlöndin gera svona og hinseginn, og þess vegna ættum við að gera það.

Með þess konar málflutningi er hægt að sleppa því að rökstyðja mál sitt. Til dæmis er engin þörf á því að benda á að þótt eitt og eitt dæmi komi upp um misvísandi ráðgjöf frá ekki-félagsmanni í Félagi fasteignasala, þá er það ekki nefnt að hinir löggiltu fasteignasalar gefa stundum líka slæm ráð (eða fá þeir líka reynslu þegar þeir taka námskeiðið "Hvernig á að selja fasteign"?).

Því er líka sleppt að það þurfa ekki allir á ráðgjöf að halda, og þá er það bara allt í lagi! Er valið e.t.v. það að þiggja enga ráðgjöf eða þiggja ráðgjöf frá félagsmanni í Félagi fasteignasala, og þar við situr? Hvað með Jóa frænda eða Gullu vinkonu? Á að banna þeim með lögum að ráðleggja mér í fasteignaviðskiptum?

En gott og vel, ríkið mun að sjálfsögðu bugna undan óvéfengjanlegum rökstuðningi Félags fasteignasala fyrir ríkisafskiptum af fasteignaviðskiptum. Rökin "á hinum Norðurlöndunum.." eru einfaldlega þess eðlis að þeim er aldrei andmælt. Frjálshyggjumenn geta lært af þessu. Næsta ályktun frá Frjálshyggjufélaginu gæti þá orðið eitthvað á þessa leið:

"Frjálshyggjufélagið hvetur ríkisvaldið á Íslandi eindregið til að stórauka aðgengi einkaaðila að skólakerfinu og heilbrigðisgæslu á Íslandi. Í Danmörku og Svíþjóð er fjöldinn allur af einkaskólum og einkaspítölum sem sópa nú að sér viðskiptavinum í ljósi þess að hið miðstýrða og opinbera er sífellt að vaxa í kostnaði og versna í gæðum.

Hvatt er til þess að Íslendingar feti svipaða slóð og frændur okkar á Norðurlöndunum hvað þetta varðar."


mbl.is Reynslu- og menntunarskortur í fasteignasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að herða eigi lög um fasteignarsölur þó það nú væri... Það er allt of mikið af fólki sem er hreinlega svikið eða fé flétt því miður... Td. í Danm0rku eru fín lög og allir vel tryggðir fasteingar salan sér um sölu og þarf hver eign að fara í gegnum ástandsskoðuð frá sér menntuðu fólki. Kaupandi og seljandi þurfa að ráða sér utanað komandi lögfæðinga sem einnig skoða eignina, svo þurfa kaupandi og seljandi að vera með sitt hvora trygginguna og svo er einnig eigenda skiptis trygging... Svo það ættu allir að vera nokkuð öruggir. Ekki er neitt slíkt á Íslandi og ætti alveg hiklaust að vera....

Jóna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 07:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jóna, eitthvað er mynd þín af dönsku löggjöfinni önnur en sú sem ég fékk í mínum fasteignakaupum í Danmörku.

Íbúðin var skoðuð af fasteignasala gott og vel, en bara til að ráðleggja um verð.

Íbúðin var sýnd mér af fyrrum eiganda, og bara af fyrrum eiganda (sú sem var að selja). Ég sá aldrei fasteignasala eða lögfræðing í holdi og blóði. Þetta er principp sem sparaði mér og seljanda pening og fasteignasalinn sá bara um að auglýsa.

Ástandsskoðun sá ég aldrei á blaði. Jú eitthvað stutt yfirlit sem ég las ekki né var beðinn um að lesa.

Lögfræðingur sá aldrei íbúðina mína. Ég réði lögfræðing til að sjá um pappírsvinnuna, en þeir sem hafa keypt og selt nokkrum sinnum þurfa ekki á því að halda. Líka mikil samkeppni milli fasteignalögfræðinga hér og enginn vandi að vinna góðan á góðu verði.

Nei veistu, það er ýmislegt hægt að apa upp eftir Dönum, en það er óþarfi að herða reglur í nafni Norðurlanda sem eru ekki til (eða ekki fylgt eftir).

Geir Ágústsson, 15.8.2007 kl. 07:26

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Það á að vera val neytandans að kjósa hvort hann vill fá fagfólk eða gera þetta sjálfur, enda er það á ábyrgð neytandans kjósi hann að gera þetta sjálfur. Þetta er alveg frábær pistill hjá þér Geir og hann passar við svo margt þegar kemur að því að aðrir vilja apa upp allskonar lög frá öðrum norðurlöndum. Það á ekki að apa upp lög eftir öðrum, lög eiga að verða til þegar og ef á þeim þarf að halda.

Sævar Einarsson, 15.8.2007 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband