Seljum hálendið til auðmanna!

Nú virðist enn ein deilan um ráðstöfun ríkisins á landi sínu vera að fæðast. Alltaf eru greyið stjórnmálamennirnir látnir sitja í súpunni fyrir það hvernig hið opinbera og orkufyrirtæki þess, Landsvirkjun, ákveða að haga málum sín á milli. 

Ef einhver hefur raunverulegan áhuga á "ósnertu" Íslandi þá á viðkomandi að beina því til  yfirvalda að það selji lendur sínar til moldríkra auðmanna, bæði innlendra og erlendra. Þeir einir hafa efni á því að eiga stór landsvæði sem eru ekki nýtt til eins né neins nema útsýnis og léttra gönguferða.

Eða heldur einhver að það þurfi bara réttu stjórnmálamennina til að "breyta til"? Hvernig gekk íslenskum vinstrimönnum að standa við stóru orðin og koma Íslandi úr NATO á sínum tíma? Hvernig mun þeim ganga að standast hina pólitísku freistingu að "skapa störf" og "afla gjaldeyris" með virkjanaframkvæmdum?


mbl.is Þjórsárdalurinn aldrei samur verði af virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband