Arfavitlaus peningaprentun sem gerir meira ógagn en gagn

Seðlabönkum nútímans er ekkert heilagt lengur þegar kemur að því að prenta peninga (eða auka magn þeirra án beinnar prentunar). Aukning á peningamagni leiðir ekki til þess að verðmæti verða til. Þvert á móti þýðir aukið peningamagn einfaldlega rýrnun á verðgildi þeirra peninga sem eru fyrir.

Þeir sem hafa kynnt sér hagfræði hins austurríska skóla (Austrian Economics) ættu að vita hvað ég er að tala um. Áhangendur kenninga austurríska skólans líta á peningaprentun ríkisvaldsins sömu augum og hver önnur ríkisafskipti af markaði. Ég ætla ekki að eyða löngu máli í að ræða það núna, en bendi einfaldlega áhugasömum á að lesa þessa grein, þaðan sem eftirfarandi orð eru tekin:

"The bright side of the credit boom is an apparently expanding economy. Sooner or later, however, the boom is going to show its dark side. The gap between the credit and money induced increase in demand for and supply of resources becomes obvious. Investment projects, which were deemed profitable, become economically unviable. Hoped-for output and employment gains fall short of expectations, and the economy falls into recession. A decline in output, socially undesirable as it might be, would be the economically needed adjustment process, changing relative prices of goods and services, thereby allowing the economy to converge back to equilibrium.

Confronted with output and employment losses — the fallout of a monetarily induced boom — and a public sense of crisis, central banks are called upon to lower rates from prevailing levels, as such a measure is widely believed to put an end to the crisis and orchestrate an upswing. Giving in to such demands, credit and money supply rises even further. Monetary policy simply perpetuates — and thereby aggravates — existing disequilibria. Repeated again and again, the inescapable crisis is postponed to a future point in time. However, such tactics cannot avoid the final collapse of the monetary system, it only increases the costs of the final crisis. "

Ég tek fram að ég er ekki að segja að fjármálakreppa sé handan við hornið, heldur einfaldlega að benda á eftirfarandi (og aftur notast ég við áðurnefnda grein):

"It proceeds on and on, never giving the consumers the chance to reestablish their preferred proportions of consumption and saving, never allowing the rise in cost in the capital goods industries to catch up to the inflationary rise in prices. Like the repeated doping of a horse, the boom is kept on its way and ahead of its inevitable comeuppance by repeated and accelerating doses of the stimulant of bank credit. It is only when bank credit expansion must finally stop or sharply slow down, either because the banks are getting shaky or because the public is getting restive at the continuing inflation, that retribution finally catches up with the boom."

Látið ekki blekkjast. Það að seðlabankar "leggi til" pening er ekki annað en verkjapilluát á meðan blæðandi svöðusárið er látið afskiptalaust.


mbl.is Seðlabanki Evrópu leggur bönkum til meira lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrétt ábending. Mér datt einmitt dýrar verkjapillur í hug, en þá nefndir þú þær. Verst er ef Seðlabankinn okkar tekur upp á þessari ósvinnu til þess að "bjarga" bönkum, því að þá færist okkar fé yfir til einstakra banka, sem nýta það til þess að bjarga sjálfum sér en ekki viðskiptamönnunum sem eiga í sjóðum þeirra.

Ívar Pálsson, 10.8.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Leo Pi.

Ef að það er ekki gripið inní, og lán sem eru fallin á gjalddaga cover-uð þá einfaldlega myndast spírall. Og áhrifin af inngripum mun minni til styttri tíma.

 Þetta er mjög einfalt. Einn maður skuldar. Banki á skuldina. Bankinn tekur lán hjá lánastofnun og sýnir fram á að hann eigi kröfu á þennan pening frá manninum.

Þegar maðurinn sem skuldar getur svo ekki borgað getur tvennt gerst. Hann fær peninga frá fjársterkum aðila, eða hann fer í greiðsluþrot.

Ef hann fer í greiðsluþrot, þá hefur bankinn ekki neitt tromp á móti lánastofnun. Svo að þeir þurfa að greiða upp lánið.

Þar sem hægt er að uppreikna verðgildi lána er raungildi þeirra eitthvað ákveðið, en það er búið að reikna með ákveðnum vöxtum á láninu. Þ.e. reiknað er með framvirku verði að einhverju leyti. Svo að við hvert þrep í þessu minnka tryggingar um það sem nemur peningum eftir ár, en borgað með peningum í ár.

Svona spírallast þetta, (domino effect), með margföldunar áhrifum.

Fólk verður svo að hætta að skella skuldinni á bankana. Þetta er svipað og að kenna áfengisframleiðendum um áfengisvanda eða sælgætisverksmiðju fyrir offitu.

FÓLK VERÐUR AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á EIGIN GJÖRÐUM! ! !

Þetta er orðið svona svipað og með trúarbrögð. Þegar vel gengur og góðir hluti gerast þá er það einstaklingurinn sem fær heiðurinn, en þegar illa gengur þá eru það "vegir guðs eru órannsakanlegir og þetta er hans vilji"

 Á sama hátt lofar einstaklingurinn sjálfan sig þegar hann kaupir í hlutabréfum því að hann er svo snjall, en þegar tapið kemur inní þetta eru þetta bankarnir.

 Ekkert af þessu hefði gerst ef einstaklingarnir hefðu bara borgað lánin sín. . .

En ok, ef bankarnir voru wreckless - og slæm tryggingarstaða, þá er það sök þeirra að fara of geist, þeir eiga að vita betur. En líka þeir sem eru að taka þátt í þessu umhverfi eiga að vera búnir að kynna sér áhættuna og gera sér grein fyrir því að hagkerfið þurfi að fá að anda smá.

Þýðir ekki að kvarta yfir því að þurfa að róa þegar vindurinn hættir að blása fyrir mann.

Leo Pi., 10.8.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skrítið að á meðan seðlabandi Evrópu skuli þurfa að prenta seðla í stríðum straumum vegna óróa á gjaldeyris-og hlutabréfamörkuðum til syrktar evru-svæðinu þarf íslenzki seðlabankinn með sína íslenzku krónu ekki að gripa til neinna ráðstafanna. Merkilegt í ljósi þess hvað Evrópusambandssinnar hafa bullað míkið um gjörónýta krónumynt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.8.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kæri Leo Pi,

Skuldin liggur ekki hjá bönkunum, heldur seðlabönkunum! Þegar ríkisvaldið býður markaðinum upp á ódýra peninga (lán á lágum vöxtum), þá verður freistingin til að þiggja þá (og skuldsetja sig um leið) mikil, og þegar peningar eru ódýrir þá eru þeir notaðir í fjárfestingar sem eru ekki endilega arðbærar, og þar með er skuldin orðin ósjálfbær og krefst þess að peningum verði haldið ódýrum til að skuldin gjaldfalli ekki.

Ódýrir peningar eru fíkniefni ríkisstjórna nútímans. 

Geir Ágústsson, 12.8.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband