Mánudagur, 6. ágúst 2007
Kröftunum dreift, eða ekki
Danska vinnueftirlitið hefur ekki í hyggju að dreifa kröftum sínum enn meira en nú er raunin, og því fagna ég. Nógu erfiðlega gengur starfsmönnum eftirlitsins að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa nú þegar á sinni könnu svo ekki fari að bætast við enn eitt vanrækt verkefnið. Hreinskilnin er hressandi.
Aðallestarstöð Kaupmannahafnar var fyrir skömmu skilgreind "reyklaus". Engin viðurlög virðast samt vera við því að púa eins og strompur þar inni.
Reyklausum neytendum mistókst að gera sig að eftirsóttri markaðsvöru. Núna hafa þeir fengið ríkisvaldið í lið með sér til að gera reykingar að lögreglumáli. Skammist ykkar!
Óvissa um eftirlit með reykingabanni í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.