Leynd ríkisafskipti

Ríkisafskipti koma í mörgum myndum. Best þekkt eru líklega þau sem við sjáum allt í kring - bygging brúar, borun jarðganga, hækkun skatta, breyting stýrivaxta.

Öllu leyndari ríkisafskipti finnast hins vegar og heyrði ég mjög athyglisverða sögu um ein slík í dag. Hún snýr að verði á kvóta.

Núna þarf að borga 2-3 þúsund krónur fyrir kíló af þorski. Þetta er verð sem krefst á að giska 20 veiddra kílóa til að greiða, án þess að tekið sé tillits til neins annars kostnaðar af útgerð. Kvóti er keyptur á 40 ára bankalánum sem er enn lengri tími en flestir húsnæðiskaupendur taka til að greiða sín lán.

Sagan sem ég heyrði er sú að þetta verðlag megi að einhverju leyti skýra með því að kaupendur kvóta búast allt eins við því að ríkisvaldið muni dag einn innleysa kvótakerfið. Stjórnarskráin heimilar ekki þjóðnýtingu (nema að "ákveðnum skilyrðum" uppfylltum) og því yrði hið opinbera að greiða fyrir þann kvóta sem ríkið tæki í sína umsjón. Hvað með það þá þótt kvótinn sé keyptur á 3 þús. kr. kílóið í dag þegar ríkið mun hvort eð er þurfa greiða markaðsvirði fyrir innleystan kvóta?

Gæti verið að ein "lausn" á vanda viljugra kvótakaupenda sé sá að ríkið, með formlegum hætti (hugsanlega stjórnarskrárbreytingu), gefi út að kvóti verði skilgreindur sem eign sem ekki mætti hrófla við frekar en annarri (bíl eða húsnæði)? Er allt þetta tal um "sameign þjóðarinnar" að valda því að verð á kvóta er að vinda upp á sjálft sig því spákaupmenn búast við því að fyrr eða síðar komist til valda ríkisstjórn sem hefur á stefnuskrá sinni að afnema kvótakerfið?

Mér er spurn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband