Miðvikudagur, 6. júní 2007
Speninn soginn enn fastar
Nú krefjast stúdentar þess að aðrir niðurgreiði ferðalög þeirra enn meira en nú er raunin. Skoðanakannanir sem sýna fram á að niðurgreiðslur á einhverju auki eftirspurnina eftir því eru notaðar sem rökstuðningur fyrir þessu sértæka "baráttumáli" stúdenta.
Hvenær hættir þessi heimtufrekja? Svarið er auðvitað: Aldrei. Ég vona samt að þetta seinasta útspil verði þagað í hel. Enginn tekur lengur mark á þessu eilífa betli sem sífellt er látið eftir en mun aldrei hætta.
Stúdentar munu ekki hrúgast í strætó þótt "ókeypis" strætisvagnar lituðu allar götur gular á 2ja mínútna fresti. Einkabíllinn er einfaldlega sigurvegari samgöngukerfisins í hinni dreifðu, ójöfnu, veðróttu, rokbörðu og blautu höfuðborg. Skal engan undra þótt fólk kaupi bíla þrátt fyrir allt vesenið, öll útgjöldin og alla skattana sem fylgja þessum þarfasta þjóni nútímamannsins, á meðan niðurgreiddir strætisvagnar keyra tómir um alla borg.
![]() |
Stúdentar vilja fá frítt í strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að fá að vita hvar þú fékkst þær upplýsingar að almenningur væri nú þegar að niðurgreiða strætóferðir nemenda? Ertu að tala um "skólakortið"? Allir geta keypt það, ekki bara nemendur.
Málið er það að námslán eru rétt yfir skattleysismörkum, þau eru tekjutengd, þannig að 10% eru dregin af láninu, og svo eru þau greidd út eftir á, þannig að fólk þarf að fá sér yfirdráttarheimild, og það eru auðvitað vextir af henni þannig að það dregst enn meira af láninu. Þannig að námsmenn eru ekki beint ríkir, hefurðu kannski aldrei heyrt talað um "fátæka námsmanninn"?
Af hverju má ekki vera frítt í strætó? Það ætti náttúrulega að vera frítt fyrir alla, er það ekki þannig á Akureyri? eftir stuttan tíma voru 60% fleiri sem tóku strætó þegar það var frítt heldur en áður.
Ég held að það sé nefnilega ekki rétt hjá þér að einkabíllinn sé vinningshafinn, það er einfaldlega svo dýrt í strætó og kerfið ekki það gott að fólk sleppi bílnum. Að hafa ókeypis í strætó er fyrsta skrefið.
Og afhverju ekki hafa ókeypis fyrir nemendur? Bæði minnkar umferðin um göturnar fyrir fólk eins og þig og svo minnkar svifryk, það verður minni útblástur og svo er fínt að nota nemendur sem rannsóknarrottur.
Hvað er það sem stúdentar hafa verið að heimta svona mikið?
Helga (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 19:39
Geir tekur ekki rökum...
Árni Richard (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 05:44
Þú segir "frítt"/"ókeypis" þegar þú meinar; "aðrir en notendur greiða". Nám er fjárfesting, húsnæðiskaup eru fjárfesting, bílakaup eru fjárfesting og kaup á appelsínusafa er fjárfesting (t.d. í heilsu eða bragðfullnægingu). Ef einhverjir aðrir en fjárfestar eiga að greiða kostnað fjárfestingarinnar, hvernig ætlaru að segja við þá (óspurða) greiðendur að það sé réttmætanlegur flutningur á kostnaði?
Það að minnka álag á sömuleiðis ríkisrekið vegakerfi dugar ekki sem "rök" því þannig endaru í hringrás: Ríkir (með rukkun á skattgreiðendur) niðurgreiðir eina starfsemi sína til þess eins að minnka álag á aðra starfsemi sem það stjórnar einnig með lögboðinni einokun.
Árni, ég þakka yfirleitt fyrir innlegg þín, en þá bara þau sem ná út fyrir slagorðaplanið. Önnur innlegg ætla ég ekki að skipta mér af.
Geir Ágústsson, 10.6.2007 kl. 23:24
Mest allt sem þú segir um "vinstrimenn" og "umhverfissinna" er í formi slagorða og alhæfinga og oft öfugt við sannleikann. Þannig er nú það.
Ef bílaeigendur þyrftu að borga fyrir alla vegagerð, alla mengun sem þeir valda og leigu á öllu landi sem fer undir götur og bílastæði, þá myndu bensíngjöld hrökkva skammt held ég.
Árni Richard (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 06:28
"Vinstrimaður" er greinilega eitthvað óljóst hugtak. Fyrir mér er það manneskja sem hefur litlar efasemdir um ríkisvaldið, miklar efasemdir um hinn frjálsa markað, og styður oftar en ekki stækkun hins fyrra á kostnað hins seinna. Ég set þessa skilgreiningu á síðuna hér til vinstri svo enginn ruglist í ríminu.
Lesefni til fróðleiks og umhugsunarkveikju:
Law, Property Rights, and Air Pollution
Ég fjalla e.t.v. meira um þessa ljómandi ritgerð í sérstöku innslagi.
Geir Ágústsson, 11.6.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.