Mánudagur, 22. september 2025
Hverju reiðast goðin nú?
Þrumur og eldingar.
Stjörnuhrap.
Hamfarir.
Sjúkdómar.
Hverju reiðast goðin núna? Hvaða goð er núna á ferðinni í fýlukasti í vagni sínum eða skóm með vængjum?
Því hvaða önnur ástæða gæti legið að baki flóðinu, farsóttinni eða uppskerubrestinum önnur en reið goð?
Loftslagsbreytingar af mannavöldum kannski?
Það er núna búið að eyða áratugum í að segja okkur að hamfarir vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum séu handan við hornið. Ekki hefur mikið ræst af slíku, nema kannski því sem mátti búast við með grunnskólalíffræðina að vopni: Jörðin hefur grænkað og eyðimerkur minnkað vegna hækkandi styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu, enda er hann plöntufóður.
Sumir vísindamenn hafa auðvitað áttað sig á þessu og áhrifunum á trúverðugleika sinn og reyna núna að klóra aðeins í bakkann, svo sem einn íslensku spekinganna:
Í viðtalinu ítrekar Einar [Sveinbjörnsson veðurfræðingur] á sama tíma að ekki megi tengja allar breytingar sem við verðum vitni að í náttúrunni við loftslagsbreytingar. Beita þurfi efahyggju í þeim efnum og rýna nákvæmlega í orsakir og afleiðingar.
Mikið væri það nú hressandi nýbreytni, en sjáum hvað setur.
En væri ekki ráð að hætta olíuvinnslu?
Á sama tíma og mannkynið má engan tíma missa við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda er ósennilegt að hægt sé að sannfæra þjóðir á borð við Sádí-Arabíu og Noreg að hætta olíuvinnslu.
Það er enginn að fara hætta olíuvinnslu nema mögulega einhver Evrópuríki með sjálfseyðingarhvöt. Þvert á móti er listinn yfir olíuríki að lengjast ár frá ári, sérstaklega í Suður-Ameríku og Afríku þar sem verið er að opna risastórar olíulindir.
Og það er gott á meðan hundruð milljóna manna á Jörðinni eru ekki einu sinni með aðgang að rafmagni til að knýja ísskáp, hvað þá meira. Orkuskiptin þar þurfa að vera þau að fara frá engri orku í einhverja.
Auðvitað eru ákveðin orkuskipti alltaf í gangi og þau hafa margar ástæður, meðal annars til að bæta loftgæði en líka spara gjaldeyri og draga úr hættu á að orka sé notuð sem vopn í alþjóðastjórnmálum. Sum ríki leggja áherslu á kjarnorku og jarðgas (Pólland) á meðan önnur treysta á innflutning (Þýskaland) og enn önnur vilja beisla vindinn umfram allt og nota rafmagnið til að framleiða eldsneyti (Danmörk). Staðbundnar ástæður, stjórnmál og orkuöryggi eru allt breytur í þessu. Sem og loftslagsáhyggjur auðvitað en slíkar áhyggjur eru mjög svæðisbundnar í besta falli og má deila um það hvað þær skila okkur í raun - loftslagið er ekki að fara breytast öðruvísi þótt yfirvöld skattleggi bíla svo mikið að venjulegt launafólk hefur ekki efni á þeim lengur.
Það er gott að veðurfræðingar vari við því að kenna loftslagsbreytingum af mannavöldum um allt. Næsta skref er að átta sig á því að loftslagið hefur aldrei verið stöðugt. Það þriðja er svo að spyrja sig: Ef goðin eru svona uppstökk og skapstirð, er þá kannski ekki betra að hafa stöðuga og hagkvæma orku til að verja okkur gegn reiðiköstunum?
![]() |
Erfitt að segja Sádum og Norðmönnum að hætta að dæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að þú værir heiðinn, Geir eða vonaðist til þess. Einu sinni í pistli varstu að kvarta undan því að trú þín kristin væri ekki nógu heit.
Ég sem heiðingi lít ekki á goðin sem í fýlukasti. Þetta orðalag hefur oftar verið notað um Jahve, eða Jehóva, guð Gyðinga, kristinna manna. Mér finnst ekki smekklegt að nota það um heilög, heiðin goð.
En svo það sé alveg á hreinu, þá trúir næstum enginn í okkar nútíma á heiðin goð eins og vera ber, eða guðin, eins og einnig var sagt. Langflestir nota þetta á yfirborðskenndan og rangan hátt, eins og það er guðlast og goðlast að kalla þessar ráðherfur okkar valkyrjur!!!
Það er ekki hægt að verja sig gegn reiðiköstum guðanna. Guðirnir eru almáttugir. Þeir eru einnig alvitrir og samstilltir. Mannlegar verur geta ekki skilið guðina í Valhöll, aðeins reynt það, og gægzt inní dýrðina og guðdóminn.
Ef þú spyrð um hverju goðin reiðast, þá reiðast þau til dæmis þegar nöfn þeirra eru lögð við hégóma. Til dæmis þegar orðið valkyrja er notað á rangan hátt.
Alveg eins og þegar menn brjóta gegn náttúrunni þá er það verst fyrir þá sjálfa. Eins er að brjóta gegn lögmálum guðanna.
Minnumst þess að Jörð var og er móðir Þórs hins almáttuga. Eins og Gaia var gyðja í grískri goðafræði.
Jahve skilur ekkert eftir sig nema auðn og eyðileggingu, hrylling. Það er ástæðan fyrir því að mannkynið er að leggja náttúruna í rúst og fremja fjöldasjálfsmorð.
Ingólfur Sigurðsson, 22.9.2025 kl. 16:42
Það eru ekki endilega heiðnu goðin sem að eru reið.
hver veit nema að "GUÐ BIBLÍUNNAR" sé orðin reiður
vegna
stækkandi Sódómu-lífernis= (gaypride-lífstíls):
Er fólk búið að gleyma því, af hverju "GUÐ"
eyddi Sódómu?
https://www.ruv.is/sjonvarp/dagskra/ruv/2025-09-22/5454385
Dominus Sanctus., 22.9.2025 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning