Laugardagur, 20. september 2025
Gullgæsunum slátrað
Íslendingar hafa verið duglegir að slátra gullgæsunum sínum seinustu árum. Eitthvað svipað má raunar segja um ýmsar aðrar Evrópuþjóðir. Skattar, flókin leyfi, skortur á stöðugri orku og mikið regluverk hefur flæmt í burtu viðskipti. Aðrir heimshlutar taka auðvitað við og áfram eru því framleiddir bílar og áfram sigla skemmtiferðaskipin. Þeir sem slátruðu gullgæsunum sínum telja sig hafa bjargað heiminum með grænu sköttunum og regluverkinu en í raun gerðist ekkert nema að verksmiðja í Þýskalandi lokaði og verksmiðja í Kína opnaði.
Auðvitað er öllum velkomið að slátra gullgæsunum sínum. Það er hægt að tvöfalda skatta og bæta við gjöldum og segja að markmiðið sé tekjuöflun í ríkissjóð á meðan raunverulegur ásetningur er bara sá að reyna heilla kjarnahóp kjósenda sinna. Þannig getur ríkisstjórn sem sækir styrk sinn til höfuðborgarsvæðisins tekið því rólega þótt einn og einn bær missi stærsta vinnustað sinn.
Þar með er ekki sagt að það sé góð hugmynd svona heilt á litið. En stjórnmál snúast sjaldnast um heildarmyndina, enda eru stjórnmálamenn oftar en ekki með litla reynslu af raunverulegum rekstri og margir hverjir dvalið innan veggja opinberra stofnana allan sinn starfsferil.
Enda eru stjórnmál ekki fyrir þá sem vilja skapa verðmæti, heldur þá sem vilja éta þau. Gullgæs með brúnni sósu og kartöflum í hádegismat, takk!
![]() |
Bókunum farþegaskipa snarfækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning