Er almenningur orðinn að öfgahægrimönnum?

Þegar þetta er skrifað standa yfir stór fjöldamótmæli í miðborg London. Hundruð þúsunda einstaklinga (sumir segja yfir milljón manns) sem á friðsaman hátt vilja mótmæla innflytjendastefnu yfirvalda og veifa þar breska og enska fánanum, og 1600 lögreglumenn fylgjast með. 

uk

Vitaskuld kalla holræsafjölmiðlarnir (main stream media) þetta mótmæli öfgahægrimanna, eða mótmæli skipulögð af öfgahægrimönnum, eða eitthvað slíkt, þ.e. ef þeir minnast yfirleitt á viðburðinn. Tilgangurinn er sá að fæla fólk frá því að láta í ljós skoðun sína af ótta við uppnefnin. En þegar almenningur fjölmennir engu að síður á göturnar fer þá ekki að koma að því að fjölmiðlarnir kalli hreinlega alla öfgahægrimenn? Alla auðvitað nema þá sem búa í vernduðu úthverfunum sínum og taka ekki eftir vandamálum fjöldainnflutningsins á ungum karlmönnum.

Já, er ekki bara einfaldast að kalla almenning öfgahægrimenn? 

Því það er eitthvað mikið að gerast í Evrópu. Í Frakklandi eru þeir flokkar kallaðir öfgahægriflokkar sem benda á Danmörku sem fordæmi í innflytjendamálum. Fyrir 20 árum var það kallað öfgahægristefna sem er núna orðin að stefnu nánast allra flokka í Danmörku. Á Íslandi er það kallað að vera öfgahægri að vilja líta til hinna Norðurlandanna og forðast mistökin þar sem sum norrænu ríkjanna eru að reyna snúa við. 

Fjölmiðlar ættu því bara að spara sér ómakið við að reyna komast að því hverjir eru öfgahægrimenn og hverjir ekki því almenningur er smátt og smátt allur að verða það og aðlaga kosningahegðun sína að því og flokkarnir að aðlaga stefnur sínar í kjölfarið (eða hverfa). 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

"Eða hverfa".

Ef ekki Geir að þú sért spámannslega vaxinn og eigi þar að auki kristalkúlu þegar þú spáðir fram í tímann í þessum lokaorðum þínum.

Eða kannski bara skynsamur og raunsær.

Gaman að þú sért kominn til baka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.9.2025 kl. 13:32

2 identicon

Lýðskrum virkar og allt sem er satt, rétt og skynsamt fær að víkja fyrir tilbúnum óvinum, ástæðulausum ótta og upphafningu heimskunnar.

Fyrir nær 120 árum fjölmenntu bændur til Reykjavíkur til að mótmæla símanum. Mótmæli eru enginn mælikvarði á gæði málstaðar.

Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2025 kl. 14:21

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vagn minn góður.

Þú hljómar eins og það hafi orðið afturför í gervigreind, að það sé einhver uppdráttarsýki í heimi ykkar rafeindanna.

Ég man þá tíð þegar þú gast betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.9.2025 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband