Ísland á að lýsa landið kolefnishlutlaust í ár, 2025 og í framhaldi um ókomin ár

Fyrirsögnin hér er gripin úr þessum skrifum sem ættu að gefa tilefni til að hafna allri ofurskattheimtunni sem íslenskur almenningur er látinn moka í til að breyta veðrinu.

Ég býst ekki við að stjórnmálamenn í leit að völdum og fjármagni bregðist við, en kannski almenningur geri það, og aðrir stjórnmálamenn.

Sé fyrirsögnin uppspuni þá má vonandi sjá fram á spennandi skoðanaskipti milli ríkissérfræðinganna og sérfræðinganna, og gott að halda úti greinarmun þar á.

Rafmagnsbílar eru vissulega frábær og skemmtileg tæki, en þeir eru ekki á færi allra og breyta ekki veðrinu. 

Að taka venjulega bíla af venjulegu launafólki hefur hins vegar raunverulegar og neikvæðar afleiðingar á venjulegt fólk.

Hið sama má svo segja um svo margt annað.

Ef einhverjum er sama.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband