Fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Sá sem öskrar hæst
En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars, skrifar rektor Háskóla Íslands.
Með öðrum orðum: Ef einhver vill tjá sig en einhver hrópar hærra þá fær sá sem hrópar hærra sínum vilja framkvæmt og þaggar niður í þeim sem talar lægra.
Rektor vill meina að fyrirlestur, sem er haldinn í sal og fyrir framan fólk sem lagði leið sína á staðinn og vill hlusta, megi víkja ef einhver sem vill ekki hlusta á hann mætir samt og byrjar að góla og garga.
Ekki mótmæla með mótrökum í skipulögðum rökræðum eða með öðrum fyrirlestri eða blaðagrein. Nei, mótmæla með því að mæta líkamlega á staðinn og eyðileggja viðburðinn.
Málfrelsið er annaðhvort til staðar eða ekki. Ef hópur nýnasista ákveður að hittast í borðstofu eins þeirra og ræða kosti og galla ýmissa kynþátta þá er slíkt varið í umhverfi málfrelsis. Sömuleiðis ef grænmetisætur vilja kalla kjötætur morðingja.
Ef málfrelsið er bara til þess fallið að verja vinsælar og óumdeildar skoðanir þá er það með öllu verðlaust. Þá er alveg eins hægt að tala um málfrelsi í Norður-Kóreu, Úkraínu og Rússlandi, eða Íran og Kína.
Í Bretlandi er málfrelsið farið nema fyrir þá sem hafa góðan aðgang að fjölmiðlum, svo dæmi sé tekið. Núna virðist það hafa yfirgefið Háskóla Íslands.
Málfrelsi til að hrópa aðra niður eða þagga niður í þeim er verðlaust. Aldalöng barátta forvera okkar að engu orðin. Stjórnarskrá orðin að ígildi klósettpappírs: Fallegt munstur en atað í saur.
Kannski bara gott að vita svo enginn blekki sjálfan sig.
![]() |
Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning