Föstudagur, 22. ágúst 2025
Loksins byrjar fjörið
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins fyrir að starfrækja smásölu áfengis án leyfis. Fleiri fyrirtæki í sambærilegum rekstri eru undir rannsókn lögreglu og góðar líkur eru á því að þau verði einnig ákærð.
Þessu bjuggust margir við og fyrir löngu búnir að ráða sér lögfræðinga til að taka slaginn. Þetta er tapað mál fyrir hið opinbera og skattgreiðendur sjá fram á að greiða svimandi fjárhæðir í málskostnað á öllum dómstigum, frá héraði og hæstaréttar til Evrópudómstóla.
Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með áfengi, þ.e. að færa varning frá hillu að kassa og staðgreiða við kassann. Hins vegar er netverslun með áfengi innan EES heimil og einfaldlega búið að gera þá netverslun hraðvirkari í tíma. Bæði gildir.
Það þarf ekki neinar lagabreytingar til að gera núverandi fyrirkomulag og framkvæmd áfengisverslunar á Íslandi löglega. Auðvitað væri snyrtilegra að ríkið lokaði ÁTVR og gerði hefðbundna smásölu með áfengi löglega til jafns við netverslun með áfengi. En ef þingið veldi nú að gera lagabreytingar er alltaf sú hætta á að ný eftirlitsbákn, nýjar stofnanir og nýir skattar verði til. Það er því best að breyta engu.
Það þarf ekki að óska seljendum áfengis innan EES og þar með Íslandi góðs gengis í baráttunni við ríkið. Sigurinn blasir við og seljendur eru vel undirbúnir. En fyrir hönd skattgreiðenda má vona að sýningunni ljúki sem fyrst.
![]() |
Ákærur vofa yfir netverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÁTVR skapar vinnu fyrir of mikið af milliliðum til þess að ríkið láti undan svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2025 kl. 18:43
Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með tollafgreitt áfengi. Öllum öðrum, sama hvort það eru vöruhúsaeigendur, leigubílstjórar eða sjoppueigendur, er smásalan óheimil. Ekkert hefur breyst í lögunum síðan sprúttsali var síðast sakfelldur.
Þér er frjálst að panta áfengi sjálfur til eigin neyslu erlendis frá, eða koma með úr utanlandsferð, ef þú ert ábyrgur fyrir öllum opinberum gjöldum og greiðandi þeirra gjalda. Þú þarft að vera innflytjandinn og þér er óheimilt að selja öðrum þar sem almenningi er aðeins heimill innflutningur til eigin neyslu.
Vagn (IP-tala skráð) 22.8.2025 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning