Föstudagur, 22. ágúst 2025
Loksins byrjar fjörið
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins fyrir að starfrækja smásölu áfengis án leyfis. Fleiri fyrirtæki í sambærilegum rekstri eru undir rannsókn lögreglu og góðar líkur eru á því að þau verði einnig ákærð.
Þessu bjuggust margir við og fyrir löngu búnir að ráða sér lögfræðinga til að taka slaginn. Þetta er tapað mál fyrir hið opinbera og skattgreiðendur sjá fram á að greiða svimandi fjárhæðir í málskostnað á öllum dómstigum, frá héraði og hæstaréttar til Evrópudómstóla.
Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með áfengi, þ.e. að færa varning frá hillu að kassa og staðgreiða við kassann. Hins vegar er netverslun með áfengi innan EES heimil og einfaldlega búið að gera þá netverslun hraðvirkari í tíma. Bæði gildir.
Það þarf ekki neinar lagabreytingar til að gera núverandi fyrirkomulag og framkvæmd áfengisverslunar á Íslandi löglega. Auðvitað væri snyrtilegra að ríkið lokaði ÁTVR og gerði hefðbundna smásölu með áfengi löglega til jafns við netverslun með áfengi. En ef þingið veldi nú að gera lagabreytingar er alltaf sú hætta á að ný eftirlitsbákn, nýjar stofnanir og nýir skattar verði til. Það er því best að breyta engu.
Það þarf ekki að óska seljendum áfengis innan EES og þar með Íslandi góðs gengis í baráttunni við ríkið. Sigurinn blasir við og seljendur eru vel undirbúnir. En fyrir hönd skattgreiðenda má vona að sýningunni ljúki sem fyrst.
![]() |
Ákærur vofa yfir netverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÁTVR skapar vinnu fyrir of mikið af milliliðum til þess að ríkið láti undan svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2025 kl. 18:43
Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með tollafgreitt áfengi. Öllum öðrum, sama hvort það eru vöruhúsaeigendur, leigubílstjórar eða sjoppueigendur, er smásalan óheimil. Ekkert hefur breyst í lögunum síðan sprúttsali var síðast sakfelldur.
Þér er frjálst að panta áfengi sjálfur til eigin neyslu erlendis frá, eða koma með úr utanlandsferð, ef þú ert ábyrgur fyrir öllum opinberum gjöldum og greiðandi þeirra gjalda. Þú þarft að vera innflytjandinn og þér er óheimilt að selja öðrum þar sem almenningi er aðeins heimill innflutningur til eigin neyslu.
Vagn (IP-tala skráð) 22.8.2025 kl. 20:42
Vagn,
Um daginn pantaði ég hlut hjá danskri vefverslun en sé svo seinna að hann er staðsettur í Þýskalandi. Danska fyrirtækið hreinlega með lager í öðru landi! Hið sama gildir um erlendu félögin sem selja áfengi í vefverslun á Íslandi. Þau eru skráð í Frakklandi, Danmörku og víðar en með lager á Íslandi.
Geir Ágústsson, 23.8.2025 kl. 06:37
Eins og leigubílstjórarnir forðum með lager í skottinu og sjoppueigendur í bakherbergi. Öll smásala á tollafgreiddu áfengi er bönnuð öðrum en ATVR. Það á jafnt við um erlenda sem innlenða aðila.
Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2025 kl. 12:28
Vagn,
Svo við höldum okkur við efnið (ég missti því miður af þessari þjónustu leigubílstjóra en skutlarnir í dag bjóða vissulega upp á hana):
Getur þú lýst fyrirkomulagi áfengissölu annarra en ÁTVR og fríhafnarinnar? Ég skal útskýra:
a) Þú biður starfsmann um að leggja inn pöntun á varningi eða gerir það sjálfur í gegnum vefsíðu fyrirtækisins
b) Þú bíður í 10 mínútur á meðan greiðsla er send á erlent fyrirtæki og pöntunin er afgreidd á lager þess fyrirtækis, auk þess sem ýmsir skattar eru greiddir
c) Starfsmaður kemur varningnum áleiðis frá lager til móttöku eða til sendingaraðila
d) Þú færð sent heim að dyrum eða sækir í móttöku
Hérna skiptir svo engu máli hvar lager hins erlenda fyrirtækis er staðsettur. Það er vissulega fljótlegra að afgreiða og afhenta ef lagerinn er í sama húsi og þú ert staddur í, en þar með er ekki um ólöglega smásölu að ræða. Spurningin er eingöngu: Tekur það 10 mínútur eða 10 daga frá greiðslu og til þess að hafa vöruna í höndunum?
Af því netverslun innan EES er lögleg, óháð staðsetningu lagersins.
Kannski vill einhver kalla þetta brot á anda laganna, en aðrir kalla þetta einfaldlega nýja útfærslu á fyrirkomulagi sem hefur viðgengist í mörg ár og er hluti af innri markaði EES/ESB.
Þessi sýndarherferð lögreglu mun ekki skila sér í neinu nema útgjöldum fyrir skattgreiðendur.
Geir Ágústsson, 24.8.2025 kl. 09:47
Þetta hefur ekkert með EES eða innri markaði EES/ESB að gera. Ekkert með netverslun eða staðsetningu lagers að gera. Öllum, jafnt innlendum sem erlendum aðilum,er óheimilt að selja tollafgreitt áfengi.
Viljir þú kaupa áfengi af einhverjum öðrum en ATVR þá mátt þú það ef þú ert innflytjandinn og greiðandi skatta og gjalda til ríkisins. Eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd er smásala óheimil. Þú, eða hver sem greiðir skattana og gjöldin, mátt ekki selja öðrum áfengið. Öll smásala á tollafgreiddu áfengi er bönnuð öðrum en ATVR.
Vilji einhver halda lager á Íslandi og afgreiða út af honum þá er það ekki bannað. Þú kaupir áfengið og mætir á lagerinn með útfyllta undirritaða tollskýrslu, tollafgreiðslan fer þar fram og þú færð þitt áfengi. Það væri löglegt vegna þess að þú teldist vera innflutningsaðilinn og þér er heimilt að flytja inn til eigin neyslu.
Lögin eru skýr, mismuna ekki, brjóta engar EES reglur og koma ekki í veg fyrir netsölu. "Á Íslandi eru í gildi lög sem veita ÁTVR einkaleyfi á smásölu með áfengi..." Hvers vegna dómstólar ættu að dæma eftir einhverju öðru en lögunum er vandséð.
Vagn (IP-tala skráð) 24.8.2025 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning