Pottormar

Það var gaman að ræða við hið skynsama og skemmtilega fólk hjá Bítinu á Bylgjunni. Fyrir þá sem misstu af þessu litla spjalli þá er það aðgengilegt hér:

Pottormar, sem láta nú sjóða sig eins og frosk, mega gjarnan byrja að láta heyra meira í sér, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í árdaga þessara vitleysu þótti fínt hjá fyritækjum að fá ISO stimpil, 3000ogeitthvað, og ákváðu stjórnendur þar sem ég vann að fá þann fína stimpil.  Allir starfsmenn þurftu að mæta á fræðslufund um hvernig þetta væri nú gert, flokka plast frá pappa, vaska upp skyrdollur (sic!) o.s.fr.  Síðan voru settar upp þessar marglitu dollur sem við þekkjum í dag út um allt fyrirtæki þar sem allir samviskusamlega settu allt á réttan stað.  Núnú það var þrifið á nóttunni og það verk framkvæmdi verktaki sem fór náttúrulega ekki á fræðslufundinn og því síður starfsmaður hans sem sá um vinnuna.  Sá toppmaður gekk bara á marglitu fötulínuna og tróð öllu vel flokkaða draslinu í einn svartan ruslapoka og henti útí gám!,,,Man ekki eftir neinum kvörtunum en nætur starfsmaðurinn sem var rúmeni og afskaplega skemtilegur karakter, var sko ekki í froskaliðinu.

Að hafa fólk að fíflum virðist vera aðalmálið í dag hjá kerfinu og víðar.  Ruslið, sjálfsafgreiðslukassar í búðum (viðskiptavinur gerður að starfsmanni og látin trúa því að hann sé að græða ROSAlega), skipulagning umferðar, kosningar(!) og örugglega margt fleira.

Takk fyrir góð skrif.

Ólafur (IP-tala skráð) 19.8.2025 kl. 12:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir skemmtilega frásögn Ólafur.

Ég þekki mikinn meistara sem vinnur sjálfstætt og með aðsetur fyrirtækis síns heima hjá sér. Hann kaupir sorphirðu fyrir fyrirtæki fyrir aðsetur sitt, sem vill svo til að er líka heimili hans. Allt draslið í einn gám, og flokkað af fagmönnum. 

Ég þekki annan sem fer reglulega í göngutúra á kvöldin, sér til heilsueflingar. Hann tekur heimilisruslið með sér í leiðinni og setur í sorptunnur á almannasvæðum. Allt á endanum flokkað af fagmönnum.

Ég þekki þann þriðja sem tekur skynsamlega nálgun undir fána hótunar um að ruslið hans verði einfaldlega ekki hirt. Hann tekur til hliðar allt þurrt - plast og pappír - og safnar saman og fer með á móttökustöð. En í stað þess að þurfa keyra með rusl í hverri viku getur hann safnað því í skottið og keyrir bara með rusl einu sinni í mánuði. Ekki besta fyrirkomulagið fyrir þennan greiðanda skatta og sorphirðugjalda, en þolanlegt.

Geir Ágústsson, 19.8.2025 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband