Laugardagur, 16. ágúst 2025
Hatrið á lífsstíl venjulegs fólks
Það er alveg óhætt að fullyrða að það gangi bara mjög vel að taka af venjulegu fólki ýmislegt sem áður mátti taka sem sjálfsögðum hlutum.
Sorphirða er til dæmis orðið hið skæðasta vandamál. Í stað þess að henda rusli í ruslafötu þarf að þrífa það og jafnvel keyra með það eitthvert. Sorphirðugjaldið hækkar í takt við minnkandi sorphirðu. Meira fyrir minna.
Kjöt er orðið svo dýrt að venjulegt fólk þarf að skammta sér það, eins og á miðöldum. Kjöt er jú talið vera hin versta umhverfisplága og umvafið allskyns gjöldum og sköttum sem eiga að breyta veðrinu.
Síðan er það auðvitað bíllinn. Þessi sem gerir fólki kleift að keyra með ruslið sitt en líka að versla inn fyrir fjölskyldu og jafnvel skreppa í ferðalag út fyrir hverfið sitt.
En hvernig stendur á að yfirvöld komast upp með þessa herferð gegn lífsstíl venjulegs fólks?
Ástæðan er einföld: Það hefur tekist að sannfæra almenning um að sá lífsstíll sé að breyta veðrinu og tortíma náttúrunni. Á meðan fólk trúir því þá ganga yfirvöld lengra. Þegar fólk lítur í spegil og sér vandamál og eyðileggingu þá kýs það stjórnmálamenn sem bregðast við slíku sjálfshatri. Framboð slíkra stjórnmálamanna er mikið því tortímingu á lífsstíl venjulegs fólks fylgja mikil völd, og hvaða stjórnmálamaður vill ekki völd?
Meðalið er því um leið að hætta að hata lífsstíl venjulegs fólks. Leyfa fólki að losna við sorp, keyra bíl og borða kjöt. En er einhver von á því?
![]() |
Kemur sér illa fyrir eldri borgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Hatrið er sterkur eiginleiki í mannlegu fari
Lengi vel var það eina sem hélt Samfylkingin saman
Hatrið á Davíð
Grímur Kjartansson, 16.8.2025 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning