Þetta reddast! Ekki?

Hann hitti kannski naglann fastar á höfuðið en hann hélt þegar skemmtikrafturinn Ari Eldjárn sagði á sínum tíma um Íslendinga:

Þetta er ekki mjög útbreidd staðreynd en við erum Ítalir norðursins. Frestun. Frestunarþjóðin. Slagorð þjóðarinnar er: Þetta reddast. Sem þýðir: Þetta verður allt í lagi. Og þetta er viðhorf okkar. Eigum við að eiga við þetta núna? Nei! Bíðum þar til það er orðið alltof seint og gerum það þá mjög illa, hratt! Þetta reddast! 

Ég vil byrja á að taka fram að ég er nákvæmlega svona þegar kemur að mörgu. Ég keypti fjóra flugmiða á sex vikum í sumar því ég gat ekki ákveðið hver færi hvert og hvenær. En ég rek ekki heimilisbókhaldið svona, og nálgast ekki uppeldi barna minna svona. Sumt má alveg reddast, en sumt þarf skipulagningu og langtímahugsun.

En Ari Eldjárn er að lýsa mörgum vandamálum Íslendinga alltof vel. Innviðir vanræktir, orkuskortur, sveðjuberandi minnihlutahópar að fjölga sér eins og kanínur, skólar hættir að mennta og þjónustuhandbók vetrarþjónustu í Reykjavík hætt að gera ráð fyrir vetri, svo dæmi séu nefnd.

Þegar allt er komið í klessu er svo farið í átak. Aðeins fleiri löggur hér, aðeins fleiri skurðaðgerðir þar. Átaksverkefni sem fá tímabundna athygli, keyra yfir styttri tíma og slökkva nokkra elda án þess að taka á rótum vandamála.

Plástrar á svöðusár.

Er eitthvað ráð við þessu? Ég held ekki. Á Íslandi ótakmarkaðrar orku og ríkulegra auðlinda og drífandi fólks keyrir í sífellu kapphlaup: Tekst verðmætaskapandi fólki sem hugsar fram í tímann að framleiða meiri verðmæti en eyðsluglaðir stjórnmálamenn og þrýstihópar ná að eyða? Stundum, stundum ekki. Togarar moka gulli á land, stjórnmálamenn sturta því í holræsið. Stundum hægja stjórnmálamennirnir aðeins á sér og þá verður verður til auður, stundum spýta þeir í lófana í sóuninni og þá rýrnar auðurinn. Þetta reddast jú, ekki satt? Það þarf bara einn forsætisráðherra á nokkurra ára fresti til að bremsa eyðileggingu stjórnmálastéttarinnar og fleyta fleyinu áfram í nokkur ár þar til allt er komið í klessu aftur. Þetta reddast, ekki satt?

Ég kýs Ara Eldjárn, jafnvel ef hann hugsar með sér að allt reddist. Hann hefur þann kost að hafa greint vandamálið með svolítilli sjálfskoðun. Fæstir stjórnmálamenn hafa náð svo langt.


mbl.is „Börn beita grófara ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

"Þetta reddast" er hugtak smáþjóðar sem hefur verið kúguð í 1000 ár og fattar ekki að hún fékk sjálfstæðið 1944. "Þetta reddast" er hugtak hins kúgaða manns sem er hræddur við náttúruöflin og hungrið en vonar það bezta. Eins og ég hef lengi sagt, Íslendingar eru fullir af minnimáttarkennd flestir og skilja ekki hugtakið sjálfstæði, nema sem persónulega eigingirni.

Það vantar hér hópkennd, það vantar þjóðarvitund, þjóðerniskennd og fleira. Það vantar að gera áætlanir fram í tímann. Þó eru til leiðtogar, en þeir eru einskismetnir.

Þetta er skammtímahugsun og skammtímafrasi. Íslendingar eru ekki enn komnir uppúr torfkofunum - andlega - þjóðfélagslega.

Til að þurfa ekki að grípa til "þetta reddast" þarf að hafa meiri stjórn á aðstæðum, ekki sífelldar kreppur og góðæri, ekki að elta erlendar tízkusveiflur, heldur langtímamenning. Erum við villimenn? 

Ingólfur Sigurðsson, 9.8.2025 kl. 00:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Upplifir þú þig vanmáttugan og vilt að kerfið reddi þér? Ef svo er vertu þá velkominn í félagshyggju. Hún er ekki endileg slæm þegar þú þarft hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2025 kl. 02:06

3 identicon

Ef þú flettir upp hdi, human deveopment index, á wikipedia er Ísland í efsta sæti.

Ef þú flettir upp individual wealth by country þá er Ísland í efsta sæti á wikipedia. Taktu eftir median ekki mean, sem segir allt sem segja þarf um jöfnuð, ekki auð.

Þetta hefur allt reddast ágætlega meðan þú sast að sumbli hjá nýlendukúgurunum..

Bjarni (IP-tala skráð) 9.8.2025 kl. 05:03

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Kannski skiljanlegt hugarfar þegar maður veit aldrei hvenær næsta eldgos kemur, næsti stormur fer yfir eða næsta vor fer með uppskeruna sína. En að si svona bara grýta eigin höfn er orðinn leiðinlegur ávani.

Guðmundur,

Þetta blessaða "kerfi" er mikið til vandamálið. Regluverkið hefur þanist út í slíkum mæli að það er ekki hægt að setja ræsi í eldhús án aðkomu þriggja yfirvalda sem geta ekki orðið sammála. Reykvíkingar reistu mikið til sín eigin hús með góðum árangri en með regluverkinu tefst allt, verður dýrara og myglar svo á endanum.

Bjarni,

Þetta hefur vissulega gengið vel en nú þegar Íslendingar eru á fullu að apa eftir mistökum annarra - stöðva orkuframleiðslu, flæða landið af sveðjueigendum, reka sig á hallarekstri - og enginn "landsfaðir" í sjónmáli til að einkavæða, lækka skatta og læsa landamærunum - þá eru menn kannski komnir á´þunnan ís og hætt við að það grafist rækilega undan vinnu undanfara okkar.

Geir Ágústsson, 9.8.2025 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband