ESB-aðlögunarviðræðurnar

Geta Íslendingar gengið hratt í Evrópusambandið?

Já, segja aðilar innan sambandsins. Ísland þarf bara að kyngja landbúnaðar- og fiskveiðistefnu þess, auk regluverksins alls auðvitað. 

Þetta er hugsunin sem varð eftir hjá mér eftir að hafa lesið þessa ágætu greiningu á daðri Evrópusambandsins við Ísland - daðri sem núverandi ríkisstjórn er að taka vel í.

Það er ekki allt rétt í þessari greiningu. Ég efast til að mynda að Íslendingar óttist að Bandaríkjamenn geri tilkall til Íslands, og svo er furðulegt að klikka á íbúafjölda Íslands. En annað er gott og sérstaklega tilvitnanir í ónefnda embættismenn innan sambandsins sem segja að það standi ekki á sambandinu að gleypa Ísland en að Íslendingar þurfi þá að samþykkja franska og spænska togara innan landhelginnar og að niðurgreiddir erlendir ostar moki þeim íslensku af hillunum.

En ekkert mál segir sambandið. Íslendingar þurfa bara að vera til í þetta.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hef svosem aldrei verið áhugasamur, en þó ekki alfarið fráhverfur, aðild að esb, þangað til í gær.

Hvernig í fjandanum getur esb gert samning við óragútann í óþökk forystumanna stærstu ríkja sambandsins? WTF? Hver væru þá okkar áhrif í slíku sambandi, smáríkis sem varla getur talist tilheyra evrópu?

Bjarni (IP-tala skráð) 29.7.2025 kl. 13:00

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Umræðan sem ég heyri er að fiskurinn skipti venjulega íslendinga ekki máli því fiskveiðar séu í eigu fjölskyldu (mafíu) sægreifa og undanþága fáist fyrir strandveiðunum ásamt styrkjum fyrir brothættar byggðir.

Auðlindarentan muni skila sér mun betur í ríkiskassan með spænsku og frönsku togurunum

Grímur Kjartansson, 29.7.2025 kl. 16:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Það getur vel verið að þetta sé viðhorfið á höfuðborgarsvæðinu sem öllu virðist ráða. Guð forði Íslendingum frá að einhverjum bóndanum fari að ganga vel!

Geir Ágústsson, 29.7.2025 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband