Föstudagur, 25. júlí 2025
Keyrt á vegg
Fyrir um áratug sigldu viðræður um aðlögun Íslands að regluverki ESB í strand og var síðan hætt. Núna er talað um að taka þær upp aftur. Regluverk ESB, sem Ísland þarf að aðlagast, hefur síður en svo orðið sveigjanlegra og síður en svo traustara.
Tímasóun, einhver? Nei, því með því að halda áfram að keyra í sömu hjólförunum er hægt að halda stórum torfum af opinberum starfsmönnum uppteknum svo árum skiptir. Þeir fá flugferðir á kostnað skattgreiðenda og flugpunkta til notkunar í eigin frítíma. Stöður innan stjórnkerfis ESB opnast fyrir útbrunnum íslenskum stjórnmálamönnum, jafnvel áður en aðlögun Íslands að regluverki ESB er að fullu lokið.
Þetta er hlaðborð fyrir þá sem fá aðgang að því.
Það skiptir því ekki máli að Íslendingar munu aldrei samþykkja að opna fiskimiðin fyrir spænskum togurum, jafnvel þótt það leysi úr læðingi einhverjar frekari niðurgreiðslur til landbúnaðar.
Það skiptir ekki máli að einhvers staðar undir yfirborðinu er sjálfstæðistaug Íslendinga sterk, jafnvel þótt hún hafi vissulega veikst mikið í fjarveru sterkra stjórnmálaleiðtoga.
Leyfum því börnunum að leika sér jafnvel þótt það kosti samfélagið hundruð milljóna á ári og sogi til sín heilu hjarðirnar af vinnandi fólki ofan í botnlausa hít.
Þá tekst jafnvel að komast nær fullri aðlögun Íslands að regluverki ESB áður en ESB brotnar upp í austur og vestur eða norður og vestur, eða bara í öreindir.
Eða hvað?
![]() |
Hægt að hefja viðræður þaðan sem frá var horfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Íslendingar munu aldrei samþykkja að opna fiskimiðin fyrir spænskum togurum"
Ég heyri nú æ oftar að það skipti engu máli fyrir almenning því það séu bara kvótaeigendur og sægreifar sem séu að arðræna sameiginlegu auðlindina.
Ursula gerði samning um hervarnir (halda USA frá landinu) og sjávarútvegsmál - ef þíð veiðið Makríl aftur þá verða viðskiptaþvinganir
og nú á að hamra járnið meðan það er heitt
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/25/leggja_tolla_a_kisiljarn_stefnubreyting_esb/
Spurning hvað kemur næst?
Grímur Kjartansson, 25.7.2025 kl. 17:17
Þetta er orðið að kapphlaupi um að komast í EB áður en það hrynur í bláðugri byltingu.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2025 kl. 17:28
Grímur, því miður er ekki hægt að treysta því að Íslendingar standi vörð um sína hagsmuni miðað við hvað þeir láta ganga yfir sig. Það lítur út fyrir að samfylking og viðreisn séu með helming allra atkkvæða ef kosið væri í dag. Því vitlausari því fleiri atkvæði. Að ganga í skrokk á máttarstólpum landssins og sækja um í EU sankar að sér atkvæðum. Mér fannst síðast þegar Ísland sótti um í EU væri eins og að brjótast inn í fangelsi en núna eins og að brjótast inn í brennandi hús. Það er engu líkara en að ráðamenn landssins fylgist ekki með fréttum nema í RUV,mbl og dv. Það er morgunljóst að Evrópusambandið er að hrinja svo það er vægast sagt undarlegt að tala um að sækja um aðild. Þó að fólk horfist ekki í augu við að nýr heimur er í burðarliðnum þar sem EU stenst ekki samkeppni vegna íþyngjandi regluverks þá er það staðreynd.
Kristinn Bjarnason, 26.7.2025 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning