Er nágrannagæsla góð hugmynd?

Víða stundar fólk nágrannagæslu. Það labbar þá um hverfi sitt eða svæði sem ungmenni hittast á og leitar að ummerkjum um þjófa og óspektarfólk og fylgist með húsnæði nágranna sem eru í fríi. Þetta hefur almennt verið talið ágætt vopn í baráttu gegn þjófnaði og jafnvel öðrum glæpum.

En núna er öldin önnur.

Núna er slík gæsla talin hættulegt merki um uppgang hægriöfgamanna sem beita ofbeldi og taka lögin í eigin hendur. Að vísu hefur ekkert ofbeldi verið framið og ekki einu sinni borgaralegar handtökur, en látum það kyrrt liggja.

Þá vitum við það.

En er þá til of mikils mælst að lögreglan sé sýnileg og til staðar úr því nágrannagæslan er orðin svo óvinsæl? Að hún stöðvi glæpi og áreiti og sverðæfingar um miðja nótt úti á götu, svo eitthvað sé nefnt.

Fordómar gegn íslenskum ríkisborgurum eru á mikilli uppleið á Íslandi og jafnvel í tísku. Það er því ekki skrýtið að íslenskir ríkisborgarar stígi upp og vilji verja íslenska ríkisborgara gegn afskiptaleysi lögreglu og yfirvalda. Ef menn vilja stöðva slíka vernd borgaranna þá þarf lögreglan að stíga inn og bjóða upp á vernd. 

Einfalt, ef menn vilja.

En vilja ekki.

Því það vill enginn láta kalla sig rasista fyrir að handsama glæpamenn sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar.


mbl.is Ofbeldisfull öfgahyggja er áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fuck það. Við bara rasista-möxum hérna.

Glæpamenn verða bara brenndir á báli áður en löggan nær að bjarga þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.7.2025 kl. 22:33

2 identicon

Mér þykir í reynd með ólíkindum að ríkislögreglustjóri tjái sig með þessum hætti um þennan hóp. Rétt eins og dómsmálaráðherra, ætti hún eða þær, að kalla hópinn til sín og spjalla við hann. Hér eru sleggjudómar og til þess gerðir að ófrægja hópinn. 

Held að Sigríður ætti að taka til í eigin ranni, ,,Lögreglan á Akureyri hefur brotið grundvallarreglur lögreglunnar um gott siðferði og hlutleysi" - Forsíða

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2025 kl. 22:45

3 identicon

Og svo þegar lögreglan beitir ofbeldi þá er það ekki ofbeldi heldur ''valdbeiting''. Ekkert nema doublespeak í mínum huga.

Kapítalisti (IP-tala skráð) 23.7.2025 kl. 23:48

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Nágrannagæsla" það fer nú alveg eftir hvaða nágranna maður er með

Grímur Kjartansson, 24.7.2025 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband