Skjöldurinn

Lögreglan hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hún á að handsama glæpamenn og koma í grjótið. Hún á að stöðva ofbeldi, finna þjófa og verja fólk. Stundum er mikilvægasta hlutverk hennar samt að bara vera til staðar, sýnileg eða í nágrenninu, og þannig letja glæpamenn. 

En hvað gerist þegar þessi skjöldur, sem lögreglan á að vera, er ekki til staðar? Þegar leigubílstjórar geta óáreittir fengið að káfa á ungum stúlkum? Lokkað ölvað fólk inn í bíl með þreföldu startgjaldi? Ógna öðrum? 

Hvað ef menn geta labbað um með hnífa og sveðjur og stungið mann og annan og telja sig jafnvel geta komist upp með það um hábjartan dag með því að fela sig í Kringlunni?

Tvennt getur gerst.

Annars vegar að venjulegt fólk fari að forðast í auknum mæli að vera úti á fjölförnum stöðum, í ákveðnum hverfum og á ákveðnum tímum sólarhrings. Austurstræti að degi til er að rata á slíkan varúðarlista, sem og ákveðin úthverfi þar sem menn eiga fleiri sveðjur en víða annars staðar.

Hins vegar geta almennir borgarar gripið til sinna ráða. Nágrannagæsla er vel þekkt úrræði til að bæta upp fyrir getuleysi lögreglu en dugir kannski skammt á fjölförnum svæðum. Þar sem ég bý í Kaupmannahöfn er hópur sjálfboðaliða á ferðinni á nóttunni um helgar þar sem ungt fólk safnast saman og hefur sumt það að áhugamáli að valda óspektum og vera með læti án þess að lögreglan sýni því áhuga. Oft geta þeir sjálfboðaliðar lítið gert nema horfa á og hringja á lögregluna, ítrekað.

Núna virðast einhverjir Íslendingar ætla að bregðast við stórfelldum innflutningi á glæpamönnum inn í íslenskt samfélag í boði yfirvalda. Einn sjálfboðaliðinn fylgist með leigubílstjórum svindla á fólki og ógna öðrum. Hópur sjálfboðaliða gengur núna um miðbæ Reykjavíkur og hefur afskipti af gömlum köllum að káfa á litlum stelpum. Viðbúið er að fleiri sjálfboðaliðar stígi fram til að minnka líkur á sveðjuárásum og hnífstungum og því að eirðarlausir útlendingar elti unglinga heim til sín eftir að hafa elt þá inn í strætisvagna.

Það væri vissulega best ef lögreglan fengi svigrúm og heimildir til að stunda löggæslu en þegar svo er ekki þá er valkosturinn við sjálfboðaliðana einfaldlega að gefa eftir fyrir þeim með illan ásetning. Sjálfsagt vilja það einhverjir og telja sig vera rosalega gott fólk fyrir vikið en má óhætt hundsa með öllu. 

Í stað þess að fagna þessu frumkvæði og hugrekki telja ýmsir að þessi afskipti af glæpamönnum og níðungum sé hið versta mál - jafnvel einhvers konar rasismi eða fasismi. Ekki veit ég hvað þjóðskipulag í anda Mussolini kemur því við að stöðva káf á ungum stelpum en hugtakaruglingur er algengari en svo að það taki því að leiðrétta hann. 

Að þessu sögðu og að fenginni reynslu þarf ég svo því miður að nefna sérstaklega að auðvitað þurfi líka að hafa hemil á innfæddum glæpamönnum sem eru vissulega fleiri þótt þeir séu miklu færri miðað við höfðatölu ýmissa þjóðerna. Þeir eiga færri sveðjur en geta verið hættulegir líka. En kannski lögreglan viti betur hverjir það eru þótt hún hafi tapað áttum með innfluttu glæpamennina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmdir ofbeldismenn spranga svartklæddir um götur borgarinnar leitandi að einhverjum til að berja. Og vegna þess að þeir eru íslenskir og segjast bara ætla að berja útlendinga þá finnst sumum það í lagi. Lögreglan þarf svo að taka mannskap úr öðrum verkefnum til að hafa auga með skrílnum og setja sérsveitina á viðbúnaðarstig. Áhrif slúðurs, ýkjusagna og kjaftæðis eru mikill á sumt fólk.

Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2025 kl. 17:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hafa þeir verið að berja einhvern? 

Kemur þér á óvart að óbreyttir borgarar bregðist við þegar yfirvöld svíkja?

Geir Ágústsson, 21.7.2025 kl. 17:34

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Af hverju ekki bara að kalla hlutina réttum nöfnum?  Þetta er nasistagengi skipað margdæmdum glæpamönnum!  Að þeirra eigin sögn!  Og þetta lið er "skjöldur" Íslands í þínum augum?  Heldur þú virkilega að þessi hópur eigi eftir að bæta íslenskt samfélag?  Glæpagengi í nasistabolum?  Virkilega?  Eru menn virkilega orðnir svo illa haldnir að þeir trúi þessu kjaftæði?  Að glæpagengi séu til bóta?  

Arnór Baldvinsson, 22.7.2025 kl. 12:15

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Ef ég ætti ungling sem nýtir miðbæinn til skemmtunar þá já - gengi fílhraustra karlmanna á röltinu að fylgjast með myndi færa mér ró.

Geir Ágústsson, 22.7.2025 kl. 12:19

5 identicon

Sæll Geir; og þakka þjer myndarlega samantektina.

Vagns skriflið; telst nú varla marktækt - en steininn tekur úr, aumkunarvert innlegg Arnórs Baldvinssonar, vægast sagt.

Jeg hjelt Arnór eldri, en tvævetra.

Núna; í þessum töluðu orðum, er Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur að kveinka sjer undan sjálfsagðri og virðingarverðri tilkomu Skjaldar Íslands, í hádegisfrjettum Ríkisútvarpsins.

Halda þau Arnór og Margrét; að tilkoma Skjaldar Íslands sje að ástæðulausu ?

Einfaldlega; STÖÐVA verður frekari komur Múhameðstrúarmanna til Íslands.

Fólk; hvert á ENGA samleið með íslenzkri menningu, svo og þjóðháttum !

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /   

   

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2025 kl. 12:37

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Geir. Það er óþolandi hvernig fréttstofa RÚV hagar sér og beitir einhliða áróðri gegn frjálsum félagasamtökum almennings, sem er ekki með neina ólöglega boðun eða hvatningu til ofbeldis þvert á það sem látið að liggja hjá RÚV. mjög góð færsla hjá þér segir í aðalatriðum það sem máli skiptir. 

Jón Magnússon, 22.7.2025 kl. 14:15

7 identicon

. . . . 

Ágætir viðbótar punktar; af hálfu Jóns Magnússonar.

Fyrir utan; fyrirfram vitaða meinbægni Ríkútvarpsins, gagnvart þessu framtaki:: svo ekki sje nú talað um femínista hörmungina, auk óþægilegs fjölda ýmissa öfugugga samtaka hjerlendis, að yxi Skildi Íslands sá ásmeginn, að geta hamlað frekari uppivöðzlu alls lags leiðinda skríls, að þá teldi jeg nægja, að halda innfæddum óbótalýð í skefjum, þó ekki væri verið að flytja frekar til landsins óhappa- og ómenningarfólk, undir yfirskini marg tugginnar fjölskyldu sameiningar, svo einnig komi fram.

Kristrún Frostadóttir; sem og Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir virðast vera af sama óheilla meiði:: sem þau Katrín Jakobsdóttir - Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson:: öll samstíga í því, að eyðileggja íslenzkt samfjelag, ekki hvað sízt: eigi þau von á einhverjum vildar sporzlum frá Fjórða Ríkinu (Evrópusambandinu).

Með sömu kveðjum; sem hinum fyrri /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2025 kl. 16:16

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Málingarslettumálið í dag sýnir svo ekki er um villst að vinar Hamas eru á RUV

"Þegar hann fékk þau svör að viðkomandi væri frá RÚV gekk hann burt"

Grímur Kjartansson, 22.7.2025 kl. 17:43

9 identicon

Sælir; enn.

Grímur.

Hamas liðar; eru lyddur af verstu sort en, . . . .  gleymum ekki þeirri staðreynd, að Bandarískir bakhjarlar Zíonistaríkisins Ísraels, ásamt áðurnefndu Fjórða ríki (ESB) bera HÖFUÐÁBYRGÐINA á, hversu komið er málum í Mið- Austurlöndum og Vestur- Asíu (sbr. Afghanistan 2001 - Íraq 2003 - Líbýu og Sýrlandi 2011) svo fátt eitt sje talið.

Við getum; velt fyrir okkur Grímur - hvers vegna Ísrael skuli ekki fá NÁKVÆMLEGA sömu meðhöndlan, og Rússland Pútín´s (eftir 24. Febrúar 2022) t.d., af hálfu Vesturalnda:: s.s. öflugar efnahagsþvinganir, m.a.

Yfirgangur Vesturlanda; hvað Asíu- og Afríkulönd mörg hver snertir, eiga lang stærstan hlut í flóttamanna streyminu til Evrópu og víðar - sem:: við höfum heldur betur fengið að kynnast, að undanförnu.

Dekrið; við Zíonista- og Gyðinga ríkið, er löngu komið fram úr öllu hófi - og ekki rjettlætanlegt, á nokkra vegu.

Með beztu kveðjum; á ný /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2025 kl. 18:16

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Vagn er heppinn að Kata Jak ef ekki lengur við völd því innlegg hans er greinilega "hatursorðræða" sk. hennar bókum, gegn samtökum  hvítra, karlkyns, réttlætissinna.

Júlíus Valsson, 22.7.2025 kl. 22:03

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Skyldi kerran geta þá útskýrt þá hvers vegna fangelsin

okkar eru 80% nýtt af útlendingum.?

Eða er það bara kjaftasaga og ýkjur.?

Merkilegt hversu viljug hún er að verja allan

andskotans ósóma sem orsakast af stanlausum

innflutning á fólki sem kemur aldrei til að aðlagast

okkar hefðum og lifnaði og fyrir lítur okkur í þokkabót.

Það er eitthvað mikið að fólki sem styður kúgunarmenningu,

nauðgunarmenningu, kvennfyrirlitningu og er gjörsamlega sama

um okkar eigin þjóð. Af hverju flytur það ekki bara til þessara

landa þar sem þetta er í hávegum haft úr því þetta er svo dásamlegt.

Algjörlega á hreinu. Það yrði engin eftirsjá eftir því fólki.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.7.2025 kl. 09:13

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Áskorunin er oft sú að margir búa í einskonar vernduðu umhverfi, kannski í einbýlishúsi í Kópavogi, fer lítið í bæinn, á ekki börn í mjög blönduðum skóla, vinnur á skrifstofu með innfæddum og afgreiddir af Íslendingum í næstu Krónubúð. Svona fólk sér aldrei neina innflytjendur, hjólum þess ekki stolið, dætrum þess ekki ógnað. Það hafnar jafnvel allri tölfræði. 

Að mörgu leyti skiljanlegt að svona fólk sjái engin vandræði en það ætti kannski að fela skilningsleysið frekar en flagga því.

Geir Ágústsson, 23.7.2025 kl. 14:57

13 identicon

. . . . rjett; að koma eftirfarandi að, í þessu samhengi:

Áhyggjuefni að öfgahópar birtist hérlendis segir rolan Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - en áhöld gætu verið um, hvort hún sje með einhverjum lífsmörkum:: miðað við hennar ljelegheit - dags daglega.

 

   

Ofbeldisfull öfgahyggja er áhyggjuefni segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir: hver titluð er Ríkislögreglustjóri.

(hvoru tveggju fyrirsagna; (ummæla) teknar af vef. Mbl., fyrir stundu. 

Geir og Grani; gömlu Spaugstofunnar, voru virðingarverðir í sínum afglapa háttum - miðað við þær Þorbjörgu og Sigríði Björk, að minnsta kosti.

 

Hvílíkar mannvits brekkur; þessar Heimsins rolur !

 

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2025 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband