Mánudagur, 21. júlí 2025
Skjöldurinn
Lögreglan hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Hún á að handsama glæpamenn og koma í grjótið. Hún á að stöðva ofbeldi, finna þjófa og verja fólk. Stundum er mikilvægasta hlutverk hennar samt að bara vera til staðar, sýnileg eða í nágrenninu, og þannig letja glæpamenn.
En hvað gerist þegar þessi skjöldur, sem lögreglan á að vera, er ekki til staðar? Þegar leigubílstjórar geta óáreittir fengið að káfa á ungum stúlkum? Lokkað ölvað fólk inn í bíl með þreföldu startgjaldi? Ógna öðrum?
Hvað ef menn geta labbað um með hnífa og sveðjur og stungið mann og annan og telja sig jafnvel geta komist upp með það um hábjartan dag með því að fela sig í Kringlunni?
Tvennt getur gerst.
Annars vegar að venjulegt fólk fari að forðast í auknum mæli að vera úti á fjölförnum stöðum, í ákveðnum hverfum og á ákveðnum tímum sólarhrings. Austurstræti að degi til er að rata á slíkan varúðarlista, sem og ákveðin úthverfi þar sem menn eiga fleiri sveðjur en víða annars staðar.
Hins vegar geta almennir borgarar gripið til sinna ráða. Nágrannagæsla er vel þekkt úrræði til að bæta upp fyrir getuleysi lögreglu en dugir kannski skammt á fjölförnum svæðum. Þar sem ég bý í Kaupmannahöfn er hópur sjálfboðaliða á ferðinni á nóttunni um helgar þar sem ungt fólk safnast saman og hefur sumt það að áhugamáli að valda óspektum og vera með læti án þess að lögreglan sýni því áhuga. Oft geta þeir sjálfboðaliðar lítið gert nema horfa á og hringja á lögregluna, ítrekað.
Núna virðast einhverjir Íslendingar ætla að bregðast við stórfelldum innflutningi á glæpamönnum inn í íslenskt samfélag í boði yfirvalda. Einn sjálfboðaliðinn fylgist með leigubílstjórum svindla á fólki og ógna öðrum. Hópur sjálfboðaliða gengur núna um miðbæ Reykjavíkur og hefur afskipti af gömlum köllum að káfa á litlum stelpum. Viðbúið er að fleiri sjálfboðaliðar stígi fram til að minnka líkur á sveðjuárásum og hnífstungum og því að eirðarlausir útlendingar elti unglinga heim til sín eftir að hafa elt þá inn í strætisvagna.
Það væri vissulega best ef lögreglan fengi svigrúm og heimildir til að stunda löggæslu en þegar svo er ekki þá er valkosturinn við sjálfboðaliðana einfaldlega að gefa eftir fyrir þeim með illan ásetning. Sjálfsagt vilja það einhverjir og telja sig vera rosalega gott fólk fyrir vikið en má óhætt hundsa með öllu.
Í stað þess að fagna þessu frumkvæði og hugrekki telja ýmsir að þessi afskipti af glæpamönnum og níðungum sé hið versta mál - jafnvel einhvers konar rasismi eða fasismi. Ekki veit ég hvað þjóðskipulag í anda Mussolini kemur því við að stöðva káf á ungum stelpum en hugtakaruglingur er algengari en svo að það taki því að leiðrétta hann.
Að þessu sögðu og að fenginni reynslu þarf ég svo því miður að nefna sérstaklega að auðvitað þurfi líka að hafa hemil á innfæddum glæpamönnum sem eru vissulega fleiri þótt þeir séu miklu færri miðað við höfðatölu ýmissa þjóðerna. Þeir eiga færri sveðjur en geta verið hættulegir líka. En kannski lögreglan viti betur hverjir það eru þótt hún hafi tapað áttum með innfluttu glæpamennina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dæmdir ofbeldismenn spranga svartklæddir um götur borgarinnar leitandi að einhverjum til að berja. Og vegna þess að þeir eru íslenskir og segjast bara ætla að berja útlendinga þá finnst sumum það í lagi. Lögreglan þarf svo að taka mannskap úr öðrum verkefnum til að hafa auga með skrílnum og setja sérsveitina á viðbúnaðarstig. Áhrif slúðurs, ýkjusagna og kjaftæðis eru mikill á sumt fólk.
Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2025 kl. 17:04
Vagn,
Hafa þeir verið að berja einhvern?
Kemur þér á óvart að óbreyttir borgarar bregðist við þegar yfirvöld svíkja?
Geir Ágústsson, 21.7.2025 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning