Tásumein og Parkinsons

Það er gott að heimurinn sýni heilsu Bandaríkjaforseta áhuga og athygli, jafnvel þótt það sé bara smávegis bláæðavandamál í fótleggjum. Þetta er valdamesta embætti heimsins og mikilvægt að í því embætti sé einstaklingur sem tekur ákvarðanir án áhrifa eiturlyfja, heilabilunar og áfengis, og sæmilega heill heilsu. Vitaskuld er hægt að færa rök fyrir því að Donald Trump sé uppstökkur og fljótfær, og aðeins of mikill verktaki á byggingalóð til að stjórna ríki, en það gæti verið verra.

En þessi áhugi fjölmiðla er mjög sveiflukenndur. Fyrir nokkru síðan var það opinberað að fráfarandi Bandaríkjaforseti hafi verið heimsóttur af sérfræðingi í Parkisons-sjúkdómnum svo misserum skiptir á meðan hann var í embætti. Um leið hafa verið færð rök fyrir því að flestar tilskipanir sama forseta hafi verið undirritaðar af einhverjum allt öðrum einstaklingum. Fréttnæmt? Nei. 

Blaðamenn vinna vinnuna sína þegar þeir hata stjórnmálamanninn. Þeir taka sér langt frí þegar þeir elska stjórnmálamanninn. Þetta er ekki blaðamennska heldur vinna blaðamannafulltrúans. Þeir sem neyta frétta eiga betra skilið. 


mbl.is Trump greindur með langvinna bláæðabilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband