Tásumein og Parkinsons

Það er gott að heimurinn sýni heilsu Bandaríkjaforseta áhuga og athygli, jafnvel þótt það sé bara smávegis bláæðavandamál í fótleggjum. Þetta er valdamesta embætti heimsins og mikilvægt að í því embætti sé einstaklingur sem tekur ákvarðanir án áhrifa eiturlyfja, heilabilunar og áfengis, og sæmilega heill heilsu. Vitaskuld er hægt að færa rök fyrir því að Donald Trump sé uppstökkur og fljótfær, og aðeins of mikill verktaki á byggingalóð til að stjórna ríki, en það gæti verið verra.

En þessi áhugi fjölmiðla er mjög sveiflukenndur. Fyrir nokkru síðan var það opinberað að fráfarandi Bandaríkjaforseti hafi verið heimsóttur af sérfræðingi í Parkisons-sjúkdómnum svo misserum skiptir á meðan hann var í embætti. Um leið hafa verið færð rök fyrir því að flestar tilskipanir sama forseta hafi verið undirritaðar af einhverjum allt öðrum einstaklingum. Fréttnæmt? Nei. 

Blaðamenn vinna vinnuna sína þegar þeir hata stjórnmálamanninn. Þeir taka sér langt frí þegar þeir elska stjórnmálamanninn. Þetta er ekki blaðamennska heldur vinna blaðamannafulltrúans. Þeir sem neyta frétta eiga betra skilið. 


mbl.is Trump greindur með langvinna bláæðabilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað skelfilegt til þess að hugsa að það hafi verið stútur við stýrið þegar sovíet og bretar unnu ww2, ekki voru það kanarnir sem sátu hjá fyrstu fjórtán umferðir umspilsins. Það er eitt að vera elliær en virka með fullu viti eins og Biden, en að að vera geðsjúkur elliær viðbjóður eins og appelsínu orangútinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.7.2025 kl. 01:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Biden réði engu, ákvað ekkert og skrifaði ekki undir neitt með eigin hendi nema fyrir einstaka sjónvarpsútsendingar.

Geir Ágústsson, 19.7.2025 kl. 13:38

3 identicon

 Parkisons sjúkdómur veldur vöðvaskjálfta, t.d. í höndum, hans getur farið að gæta um miðjan aldur. Menn eiga þá erfitt með að skrifa enda þótt þeir haldi fullum vitsmunum. Það að Beiden hafi ekki getað skrifað nafnið sitt segir ekkert til um greind hans eða ákvarðangetu. 

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 19.7.2025 kl. 14:31

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Allt þetta hatur á Trump skiptir litlu máli og lýsir bezt hjörðinni sem er andsnúin honum. Staðreyndin er sú að Donald Trump skiptir máli sem einstaklingur og hefur breytt heiminum. Elliær eða viðbjóður eða eitthvað annað, skiptir engu.

Joe Biden hefði getað verið hver sem eru úr vélmennahjörð demókrata. Nema hann hefði ekki getað verið kona, því Bandaríkjamenn vilja enn lúta körlum en ekki konum.

Hvort sem Biden var með Parkinsonveikina eða ekki má efast um að hann hafi haft mikið um það að segja sem hann skrifaði undir - eða lét skrifa undir.

Donald Trump er persóna, hrjáður af kvillum eins og flestir, en þó einhver sem skiptir máli.

TDS, Trump Derangement Syndrome, það er eins og meirihluti íslenzku þjóðarinnar sé haldinn þeim kvilla. 

Það lýsir þeirri þrælahjörð sem þessi svonefnda sjálfstæða þjóð á að kallast.

Þegar einhver verður áberandi og er ekki fífl, þá sjá fíflin sig í spegli. Það er óþægilegt.

Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2025 kl. 15:23

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hördur,

Biden kannaðist ekki við sumar af eigin tilskipunum, svo sem að auka útflutning á LNG. Dragðu aftur.

Það þarf ekki að rugla saman gagnrýni á strengjabrúðustjórn Biden við stuðning við Trump. 

Geir Ágústsson, 19.7.2025 kl. 21:06

6 identicon

Það er ráð rökþrotra að hengja sig á TDS. Annars furðulegt allt fjas um að óragútinn sé persóna sem skiptir máli og hafi breytt heiminum! Engin efast um það, en það er að renna upp fyrir sífelt fleirum að þessi áhrifamikli einstaklingur er siðlaus narsisisti sem hefur ekkert matrkmið í lífinu annað en að efla eigin auð og völd, elliært ógeð sem á heima á viðeygandi stofnun.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.7.2025 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband