Fimmtudagur, 17. júlí 2025
Túristagosið lokað túristum
Enn eitt túristagosið er hafið á Íslandi. Það er auðvitað eitthvað að þróast og breytast en fjarri mannvirkjum og á þægilegum stað, og léttur 2 km göngutúr frá nálægu bílastæði til að koma að því og skoða.
Vitaskuld hafa Almannavarnir því ákveðið að loka Grindavík og banna fólki að ganga að gosinu.
Orðspor Almannavarna er sundurtætt. Þar keyra menn á ofurvarfærni alltof lengi. Fínt að byrja þannig en síðan þurfa menn að slaka á klónni þegar upplýsingar eru á borðinu og hið augljósa blasir við.
Það er löngu kominn tími til að spyrna við fótum og hér er borgaraleg óhlýðni mögulega nauðsynleg. Tvær þýskar stelpur geta hér veitt innfæddum Íslendingum innblástur. Menn opni gistiheimilin og taki vel á móti ferðamönnum. Almannavarnir tönglast á því að menn dvelji í Grindavík á eigin ábyrgð og hljóta því að vera valdlausar þegar fólk ráðstafar eigum sínum og líkömum samkvæmt heilbrigðri skynsemi frekar en ofurvarfærni.
Við sem hundsuðum Almannavarnir á tímum veiru vitum þetta auðvitað alveg. Fleiri þurfa að læra af góðri reynslu okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning