Þriðjudagur, 15. júlí 2025
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það
Það er oft hægt að furða sig á undirlægjuhætti íslensks almennings þegar yfirvöld valta yfir hann með notkun reglugerða, deiliskipulags og leyfisveitinga (eða skorts þar á), meðal annarra aðgerða og aðferða. Menn mega ekki byggja pall án berjarunna en sveitarfélagið getur tekið sólina frá stofuglugganum hjá fólki. Það er ekki hægt að baka brauð eða steikja kjúkling fyrr en margir mánuðir af leyfisveitingum eru að baki en hið opinbera má loka aðgengi að verslunum og veitingastöðum afleiðingalaust.
Það var því hressandi tilbreyting að heyra í stoltum Íslendingi segja að stundum þurfi að gera eitthvað ólöglegt til að bægja ofríkinu frá.
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það."
Maður ársins þótt árið sé bara hálfnað.
Borgaraleg óhlýðni er vitaskuld ekki áhættulaus. Hið opinbera getur stungið fólki í steininn eða svipt það aleigunni ef það kærir sig um - lagatextar eru mjög loðnir og heimila dómurum ríkisins að túlka þá í takt við tíðarandann.
Borgaraleg óhlýðni getur samt tekið á sig ýmsar myndir sem hafa takmarkaðri áhættu. Á veirutímum var lítið mál að svindla á sóttkví og grímuskyldu og hunsa fjarlægðartakmarkanir. Bara þeir allra óheppnustu lentu í því að verða sviptir lífsviðurværinu fyrir að forðast sprauturnar.
Það virðist vera óskrifað lögmál í íslenskri umferð að keyra 10 km/klst yfir tilgreindum hámarkshraða og lenda þannig á passlegum hraða. Menn hægja svo á sér þegar lögreglan er að sekta til að safna fjármunum í ríkissjóð, af virðingarskyni.
En kannski þarf meira til, sérstaklega á tímum gengdarlauss jarðýtugangs yfirvalda - bæði ríkis og sveitarfélaga - á friðsömu fólki og fyrirtækjum þess.
Slagorð stolts Íslendings verðskulda endurtekningu:
Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það."
Það gæti bjargað lífi þínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning