Föstudagur, 4. júlí 2025
Mér finnst ég ekki búa á Íslandi lengur, og mér finnst það sorglegt
Fyrirsögnin hérna, Mér finnst ég ekki búa á Íslandi lengur, og mér finnst það sorglegt, eru ekki mín orð, heldur orð einstaklings sem býr í Reykjavík á Íslandi og sér vinnudaginn í auknum mæli verða flóknari, sér þjófnaði fara fram án afleiðinga og menninguna farna að breytast.
Öllum er skítsama.
Menning? Hvað er það? Einhvers konar nasistakveðja? Gleymdu því!
Glæpir? Ekkert vandamál í Garðabæ. Hvað ertu að tala um?
Vandamál í skólum? Jú, kannski í Breiðholti, en er það ekki hverfið sem átti að taka að sér öll vandamálin?
Auðvitað er skilningur aðeins að vaxa fyrir því að það tekur á fyrir innfædda þegar yfirvöld reyna að skipta um þjóð í eigin landi. Ég man vel eftir þeirri umræðu fyrir 20 árum í Danmörku - umræða sem er kannski rétt að byrja á Íslandi en þó það, og bara nýlega. En þegar borgarfulltrúar eru að rífast um hvaða þjóðfána annarra ríkja eigi að hengja upp fyrir framan ráðhús Reykjavíkur á meðan borgin er að stefna í gjaldþrot, og þingmenn að rífast um hvað eigi að drepa sjávarþorpin á Íslandi hratt með skattlagningu en enginn sammála um hversu hratt, þá er allt í ólagi. Eiginlega bara allt, og það í boði kjósenda.
Þegar allir læmingjarnir eru sammála um að stökkva fram af bjargbrún, og draga minnihlutann með sér með valdi, þá er þetta búið spil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
Geir, því miður held ég að þetta sé rétt hjá þér þetta eru fyrst og fremst kjósendur sem stýra ferðinni. Þetta er eins og einhvers konar masókismi. En talandi um flóknara líf þá fengum við vinnueftirlitið á okkur um daginn sem gera athugasemdir um að menn séu ekki í líflínu uppi á einnar hæðar flötu þaki. Strangar reglur eru um að þegar þú ert kominn í 2.5m fjarlægð frá þaki þá áttu að vera í líflínu. Hér er á ferðinni hópur manna á launum frá okkur við að gera okkur lífið óbærilegt í nafni einhverra fáránlegra reglna sem rýma ekki við raunverleika. Okkur er gefinn viku frestur til að skila skýrslu um umbætur ellegar verði fyrirtækinu lokað. Við höfum unnið við þetta í 20 ár og engin slys. Ég hef aldrei séð neinn í líflínu á flötu þaki. Það er ekki nóg með að við þurfum að halda uppi þessum ónytjungum heldur eru þeir á leið í rassíu gegn vinnandi fólki. Það er vísvitandi verið að rífa allt niður. þetta er vægast sagt óþolandi.
Kristinn Bjarnason, 6.7.2025 kl. 13:28
þakbrún á þetta að vera.
Kristinn Bjarnason, 6.7.2025 kl. 13:29
Kristinn,
Þau eru mörg þessi "eftirlit" sem ganga lausum hala á ófyrirsjáanlegum gjaldskrám sem kosta svo að auki skattgreiðendur svimandi fjárhæðir. Kannski hægt að fá ódýrar líflínur í Costco og teppjaleggja þakið með þeim.
Geir Ágústsson, 7.7.2025 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning