Miðvikudagur, 18. júní 2025
Utanríkismálanefnd þingsins muni funda ört næstu daga
Okkur er nú sagt frá því að utanríkismálanefnd þingsins muni funda ört næstu daga, meðal annars til að ræða átök Ísraela (og Bandaríkjamanna, að því er virðist) við Íran.
Til hvers?
Hvað ætlar utanríkismálanefnd þingsins að leggja til?
Að Íran megi útrýma seinasta Gyðingnum? Að Ísrael megi stúta klerkastjórn sem kúgar konur? Að það væri kannski bara fínt að losna við bæði ríki? Eða að bæði ríki eigi tilvistarrétt? Ísrael þá í herferð sinni gegn Hamas, og Íran í sinni kúgun kvenna og samkynhneigðra?
Ætlar utanríkismálanefnd þingsins að mynda einhvers konar afstöðu?
Ég legg til að utanríkismálanefnd þingsins fundi ekki ört næstu daga. Hún gæti í staðinn kannski bara lýst yfir hlutleysi Íslands og tekið sér frí. Ég held að það hefði engar sérstakar neikvæðar afleiðingar og mögulega einhverjar jákvæðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aðalleikararnir taka sér ekki frí þegar allt er í uppnámi. Ég hef trú á því að Þorgerður leysi þessi mál fyrir botni miðjarðarhafs.
Kristinn Bjarnason, 19.6.2025 kl. 16:42
Kristinn,
Mikið rétt!
Hvort heldur þú að hún haldi með klerkaveldinu gegn Gyðingunum, eða Gyðingunum gegn klerkaveldinu? Ætli hún geti hugsað sér að taka undir eitthvað ef Trump er hlynntur því? Ætli hún líti á stuðning við Ísrael sem réttlætingu á ruðningi Ísraela á Gasa-ströndinni? Hún hlýtur að vega og meta allar hliðar og taka svo afstöðu fyrir hönd Íslands sem mun á einn eða annan hátt mála skotmark á landið, sama hvað.
Geir Ágústsson, 20.6.2025 kl. 08:13
Ég held að Þorgerður muni fyrst og fremst nálgast þetta vandamál með því að halda með sjálfri. Þetta er leynivopnið sem hún mun nota sem hefur reynst svo vel á Íslandi.
Kristinn Bjarnason, 20.6.2025 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning