Viðurnefnastjórnin

Sú ríkisstjórn sem núna situr virðist laða að sér viðurnefni, fyrir utan að vera kennd við konurnar sem réðu því hverjir féllu á vígvellinum. Vandræðastjórnin er eitt slíkra viðurnefna en mörg önnur koma til greina að mínu mati. 

Til dæmis mætti kalla hana höfuðborgarstjórnina því hún virðist helst falla í kramið hjá borgabúunum. Skítt með fiskiþorpin sem núna sjá fram á snöggan dauðdaga. 

Það mætti kalla hana baktjaldastjórnina enda sífellt að koma upp á yfirborðið einhver leyndarmál þar sem brallað var á bak við tjöldin, um allt frá eigin ráðherrum ríkisstjórnarinnar til stjórnsýslubrota í meðhöndlum hælisleitenda.

Þetta er líka stjórn ófyrirsjáanleika. Menn sem töldu sig hafa skrifleg loforð um eitthvað, og voru að hefja undirbúning að framkvæmd þeirra loforða, lenda skyndilega aftast í röðinni.

Skríðsbröltstjórnin er líka ákaflega viðeigandi enda virðast vera til nóg af milljörðum til að moka í stríð en ekki króna í kassanum til að byggja skóla.

Háskólamannastjórnin (betra nafn óskast) gæti lýst því viðhorfi ríkisstjórnarinnar að eina námið sem virði er í sé háskólanám.

Nú veit ég að innan ríkisstjórnarinnar eru eldklárir einstaklingar sem kunna að taka ábyrgð og láta hendur standa fram úr ermum, og þekki einn ráðherranna persónulega af slíku, en innan sömu stjórnar eru líka ólæsir og ótalandi ráðherrar, og hefur mannval því sjaldan spannað slíka breidd á hæfileikarófinu. Kannski mætti því fyrst og fremst kalla ríkisstjórnina bland í poka“, sumt er súrt og annað sætt, og sumt er óætt. 


mbl.is „Það er alveg sérstaklega furðulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband