That will be 1000 kroners

Ég get tekið undir áhyggjur margra af íslenskri tungu. Sífellt algengara er að afgreiðslufólk geti ekki talað við mann á íslensku. Þetta á ekki bara við um starfsfólk hótela eða í afgreiðslum ferðamannastaða.

Þegar ég flutti til Danmerkur á sínum tíma og var að leita að vinnu þá var mér sagt að ég yrði að tala dönsku. Það var því ekki annað í stöðunni en að læra hana á meðan ég vann afleysinga- og hlutastörf. Kannski er öldin önnur núna. Starfsfólkið í matvöruversluninni handan við hornið er að miklu leyti ótalandi á dönsku. Það kann að bjóða kvittun og segja hvaða upphæð þurfi að greiða en minnstu frávik frá slíkum samskiptum enda hratt í ensku. Því miður. Sem betur fer er þetta samt undantekningin, ekki reglan.

En í stað þess að örvænta er hægt að spyrna við fótum og alveg frábær byrjunarstaður er Netútgáfa Snerpu. Hún er safn texta án höfundarréttar, fyrst og fremst Íslendingasögur, þjóðsögur, fornsögur og einnig Biblían. Hýsing efnisins er framlag Snerpu til varðveislu menningararfs þjóðarinnar að eigin sögn.

Sjaldan hefur einföld vefsíða fært notendum sínum jafnmiklar gersemar á einu bretti. Ég hef leitað þangað inn í mörg ár og vona að ég geti haldið því áfram um alla framtíð.

Ósnjallur maður
hyggst munu ey lifa,
ef hann við víg varast.
En elli gefur
honum engi frið,
þótt honum geirar gefi.

Svona er ort í Hávamálum og boðskapurinn sá að menn forðist ekki dauðann með því að forðast vopn. Það mætti kannski segja það sama um veirur sem menn reyndu að forðast á kostnað samfélagsins svo misserum skipti, og sumir féllu fyrir takmörkununum og sprautunum frekar en að hætta á veiruna.

Enn eru þær aðrar er þjóna skulu í Valhöll, bera drykkju og gæta borðbúnaðar og ölgagna. Svo eru þær nefndar í Grímnismálum: 

Hrist og Mist
vil eg að mér horn beri,
Skeggjöld og Skögul,
Hildur og Þrúður,
Hlökk og Herfjötur,
Göll og Geirahöð,
Randgríð og Ráðgríð,
og Reginleif.
Þær bera einherjum öl.

Þessar heita valkyrjur. Þær sendir Óðinn til hverrar orustu. Þær kjósa feigð á menn og ráða sigri. Gunnur og Rota og norn hin yngsta er Skuld heitir ríða jafnan að kjósa val og ráða vígum.

Svona er valkyrjum lýst í Gylfaginningu og virðist vera sem valkyrjurnar í ríkisstjórninni séu óþægilega trúar uppruna hugtaksins þegar þær handvelja hverjir fái að lifa og deyja innan hagkerfisins og jafnvel stjórnsýslunnar.

"O, tarna var ljóta nóttin," sagði prinsessa. "Mér hefur varla komið dúr á auga alla nóttina. Hamingjan má vita, hvað hefur verið í rúminu! Ég hef haft eitthvað hart undir mér, svo ég er bæði blá og marin um allan kroppinn. Þvílík skelfing!"

Nú gátu þau séð að þetta var sönn prinsessa, þar sem hún hafði orðið vör við baunina í gegnum tuttugu dýnur og tuttugu dúnsængur. Svo hörundsár gat engin verið nema sönn prinsessa.

Þetta er hluti af íslenskri þýðingu á ævintýri H.C. Andersen um prinsessuna á bauninni. Því miður gerast í dag margir prinsessur sem sjá ástæðu til að kvarta yfir minnstu óþægindum en gleyma stóru málunum.

Minnumst þess næst þegar afgreiðslumaður rukkar um upphæð á ensku að íslenska fjársjóðskistan er djúp og rík og þökk sé Snerpu og fleiri slíkum líka mjög aðgengileg.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

"Sókn er bezta vörnin" er málsháttur sem á alltaf við. Norðurlöndin eru allsstaðar á undanhaldi. Það sem kallast öfgar er bara sókn og sjálfsvörn.

Það varð mér ljóst fyrir meira en 30 árum að Norðurlandabúar eru í minnihluta í heiminum. Það þýðir að séu landamæri opin þá kaffærast þeir í öðrum, einfalt reikningsdæmi.

Það vekur mér von að Svíþjóðardemókratar fá meira fylgi þótt reynt sé að slaufa þeim. Danir eru með harðari innflytjendastefnu en margir og mér lízt vel á sumt sem Mette segir og gerir.

En þetta er ekki nóg. Það þarf að móta ævinlega stjórnmálin þannig að þau dugi og líka í breyttum heimi. Jafnvel þótt það kosti átök eins og Trump er ekki hræddur við.

Því miður starfa einnig dönsk stjórnvöld í heildina eftir jafnaðarfasismanum sem er miklu verri en þjóðernisjafnaðarstefnan. Fólki hefur fækkað undir jafnaðarfasismanum.

Að Ameríka eignist Grænland þarf ekki að vera slæmt. Vandinn er að þegar demókratar taka við er fjandinn laus.

Ingólfur Sigurðsson, 25.5.2025 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband