Hvar er Trump-geðhvarfssýkin núna?

Á nánast hverjum degi má sjá hjá nánast hverjum einasta fjölmiðli einhvers konar gagnrýni á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Oft er margt gott að finna í slíkri gagnrýni og raunar væri óskandi að aðrir leiðtogar fengju álíka aðhald. Stundum er gagnrýnin samt frekar innihaldslaus og ætlað að búa til lokkandi fyrirsagnir, en látum það liggja á milli hluta.

Núna er Trump að reyna troða í gegnum þingin þar í landi fjárlagafrumvarpi sem lækkar skatta og einhver ríkisútgjöld en eykur hallareksturinn. Ég hafði búist við því að þeir sem þjást illilega af Trump-geðhvarfssýkinni væru alveg brjálaðir núna en ég hlýt að hafa misst af því brjálæði í amstri dagsins. Hvar eru hagfræðingarnir sem benda á að hallarekstur á opinberum fjármálum er skaðlegur, ýtir undir verðbólgu og hátt vaxtastig, og leggur þungar byrðar á kynslóðir framtíðar?

Finnast slíkir hagfræðingar?

Hvar eru þeir sem segja að ef Trump vill lækka skatta að þá þurfi hann að minnka heildarútgjöld hins opinbera enn meira svo hallareksturinn aukist ekki?

Hvar eru þeir sem benda á að lækkun ríkisútgjalda sé góðra gjalda verð en að það þurfi að byrja þar sem fitulagið er þykkast?

Hérna er á ferðinni gullnáma fyrir þessa hefðbundnu gagnrýnendur Trump, þá með Trump-geðhvarfssýkina og raunar marga aðra líka. Gullnáma full af gagnrýni sem er meira innihald en umbúðir. 

Hvar er hún?

En á meðan ég leita er gott að vita af bandaríska þingmanninum Thomas Massie, flokksbróður Trump, gjarnan uppnefndur Mr. No því hann er réttu megin í eiginlega öllum málum, og sem fer vægast sagt í taugarnar á Trump fyrir að skrifa af mikilli skynsemi um þessa vegferð ríkisstjórnar hans, svo sem að skattalækkanir Trump komi sér fyrst og fremst vel fyrir ríka vinstrimenn. Sem skýrir kannski af hverju gagnrýnin er jafnlítil og mér virðist hún vera.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ríka vinstrmenn, ertu þá að tala um Musk, Bezos, Sökkerberger, Koch bræðurna, Walton slegtið,Ballmer, Page?

Bjarni (IP-tala skráð) 21.5.2025 kl. 18:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Orðalag Massie er: "Republicans going to bat for tax deductions that will primarily benefit limousine liberals in blue states.  This carve out for affluent people in states like NY and California will increase the deficit substantially and is a reversal of Trump’s first term tax policy."

En auðvitað falla undir þessa regnhlíf einstaklingar á öllu stjórnmálarófinu sem eiga dýrar fasteignir sem þeir borga háa fasteignaskatta af, þar sem fasteignaskattar eru háir (væntanlega það sem Massie kallar "blue states", þ.e. ríki undir stjórn vinstrimanna eins og NY og LA). Ég þekki ekki aðstæður hvers og eins.

Skattalækkanir fyrir þá ríku er líklega réttmæt athugasemd við þetta fjárlagafrumvarp Trumps.

Geir Ágústsson, 21.5.2025 kl. 19:31

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér skilst að þetta frumvarp sé svo leiðinlegt að þingmenn séu upp til hópa steinsofandi

https://www.dailymail.co.uk/news/article-14735225/fury-lawmakers-asleep-trump-vote-big-tax-bill.html

Grímur Kjartansson, 21.5.2025 kl. 20:16

4 identicon

Þú virðist vera haldin þeirri ranghugmynd að demókratar séu vinstri. Vissulega er vók-kjaftæðið grasserandi í þeirra röðum en þessi flokkur er hægra megin við hefðbundna hægri flokka í Evrópu.

Það er enginn flokkur í Evrópu sem hefur á stefnuskrá sinni að leggja niður það öryggiskerfi sem almenningur býr að þegar kemur að t.d. heilbrigðismálum, menntun og framfærslubótum. Enginn ætlar að heimila vopnaburð almennings og það er almenn samstaða um frjálslega fóstureyðingalöggjöf, þó einhverjir öfgahópar hafi aðra stefnu þá fá þeir engan hljómgrunn meðal hægri flokka í Evrópu.

Demókratar hafa lítið sem ekkert gert til að tryggja almenningi aðgang að heilsugæslu á viðráðanlegu verði, ekki beitt sér að ráði fyrir hertri vopnalögum og að senda ormana í háskóla er ekki á færi annara en þokkalega vel efnaðra foreldra. Heimilisleysi í bna er mun meira áberandi en gengur og gerist í vanþróuðum ríkjum.

Demókratar eru hægri flokkur en vissulega með vók-heilabilun.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.5.2025 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband