Laugardagur, 17. maí 2025
Lygarnar á lygar ofan
Hvað fyllir fyrirsagnir fjölmiðla í dag?
Innrás Rússa.
Nýjustu uppátæki Trump.
Ísraelsher í Gaza.
Í þessum málum og mörgum öðrum er bara ein frásögn. Ein hlið. Einn sannleikur. Enginn aðdragandi. Engar ögranir sem leiddu til viðbragða. Engin góð ástæða fyrir neinu.
Bara það að benda á undanfara og aðdraganda og bara það að reyna skilja án þess að réttlæta er hreinlega stimplað út úr umræðunni með uppnefnum og jafnvel fúkyrðum.
Hljómar þetta ekki kunnuglega þegar við hugsum til baka?
Um veirutíma og sprauturnar.
Um efasemdir um andlega heilsu Biden.
Um réttlætingu fyrir innrás í Írak og eyðileggingu Líbýu.
Um þessi mál og fleiri þar sem er í dag búið að afhjúpa sannleikann sem lá undir lygunum.
Ef það tókst að ljúga svona rækilega að okkur í fortíð (nýrri og fjarlægri) þá er engin ástæða til að ætla annað en að verið sé að ljúga að okkur um dægurmál dagsins í dag.
Ekki endilega í því hver er góði kallinn og hver er vondi heldur í því hvað rekur þá áfram og hvernig ber að bregðast við því án þess að koma á heimsstyrjöld.
Þegar lygarnar bráðna, svo sem í tilviki Biden sem fékk að þykjast vera forseti í 4 ár þótt allt samstarfsfólk hans hafi séð að eitthvað mikið var að, og þar sem varaforseti hefði átt að virkja ákvæði stjórnarskrár um vanhæfni í starfi, þá biðst enginn afsökunar. Það er bara farið yfir í næsta mál. Þeir sem vörðu Biden gegn ásökunum um andlegt vanhæfi í starfi þegja bara eða skrifa bækur og græða á eigin vanhæfni - segjast bara hafa látið blekkja sig í þessu tiltekna máli. Auðvitað var það ekki bara í því tiltekna máli. Það var og er í öllum málum. Dægurmálum dagsins í dag.
Líklegt er að flestir sem trúðu á sprauturnar sem nú hafa verið afhjúpaðar sem hið hreina eitur trúi líka öllu sem RÚV og BBC segja um önnur mál. Líklegt er að þeir sem héldu að Biden væri heill heilsu þvert á það sem blasti í raun við öllum trúi líka á túlkun CNN og AP á viðburðum dagsins í dag.
En það er mikilvægt að bogna ekki þegar fótum er spyrnt gegn lygunum, þola fúkyrðin og forðast flensusprauturnar. Þá það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Athugasemdir
Trump er ekki ellær þjófur
Vance er fluggáfaður
Musk er ekki dópisti
RFK jr. er ekki geðveikur
Úkraína réðst inn í rússland
Hamas hreyðrar um sig á sjúkrahúsum, leikskólum og skýlir sér bak við börn
Hamas stelur öllum hjálpargögnum
Covid var bara venjuleg flensa
Bara að hjálpa þér við að telja upp víðteknar lygar. Þú ert augljóslega önnum kafinn við að breiða út aðrar.
Ps. Það var mikið fjallað í fjölmiðlum um aðdraganda þeirra atriða sem þú fjallar um. Það vita allir sem fylgst hafa með fjölmiðlum. Það er ekki þeim eða öðrum um að kenna að þú sért illa upplýstur.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.5.2025 kl. 14:58
Er einhver að halda því fram að Trump sé að stela? Hverju og frá hverjum?
Er einhver umræða um gáfnafar Vance? Hvar og byggð á hvaða athugunum?
Hefur Musk verið bendlaður við fíkniefnaneyslu? Reykti að vísu jónu hjá Joe Rogan og notar eflaust einhverja sveppi til að halda sér vakandi. En hverjir eru annars að eyða púðri í að spá í þessu?
Er verið að ásaka RFK Jr. um geðveiki? Hvar og byggt á hverju?
Hver heldur því fram að Úkraína hafi ráðist inn í Rússland? Fyrir utan þessa nokkru mánuði í Kurks-héraði sem menn hljóta að hafa séð að var heiðarleg tilraun til að dreifa hermönnum Rússlands.
Að Hamas skýli sér á bak við óbreytta borgara og að Covid hafi dánarlíkur á pari við flensu hljómar hvoru tveggja sennilegra. Afganginn kannast ég ekki við að hafa séð umræðu um. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Geir Ágústsson, 17.5.2025 kl. 17:31
Ég er nú svo gamall að ég man eftir fréttaflutningi ríkisútvarpsins á heimsstyrjaldarárunum. Fyrst komu fréttir frá London og svo Berlínarfréttir. Höfðu fréttamenn útvarpsins hlustað á fréttir þaðan og hraðritað þær. Má þar nefna Axel Thorsteinsson, Hendrik Ottósson og Jón Magnússon. Þar var hlutleysis stranglega gætt. Á eftir komu svo innlendar fréttir. Sérstaklega man ég eftir fréttum kvöldsins þegar Goðafossi var sökkt, þá var sagt að hræðilegt slys hefði átt sér stað og á eftir voru leikin sorgarlög sem festust mér í minni. Einnig er mér minnisstætt að síðustu fréttirnar frá Þýskalandi í þessu stríði komu frá Hamborg.
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 17.5.2025 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning