Laugardagur, 17. maí 2025
Beðið eftir næstu Tom Cruise bíómynd
Menn geta sagt hvað sem þeir vilja um einkalíf Tom Cruise og hans trúarbrögð og áhugamál og hvað sem er en það er erfitt að neita því að maðurinn býr til alveg geggjaðar bíómyndir. Þar er áherslan öll á að veita áhorfandanum góða afþreyingu og mikla upplifun og eiginlega ekkert annað. Í hans myndum er engin áhersla á að búa til hlutverk sem endurepgla fjölbreytileikann og auka sýnileika á áskoranir minnihlutahópa. Vissulega eru leikararnir af öllum stærðum, gerðum og litum og mögulega kynhneigð líka en fyrst og fremst eru þeir að leika hlutverk sem eiga að stuðla að betri mynd og styðja við söguna með framlagi sínu frekar en að sagan snúist um persónulegan bakgrunn og erfðamengi leikarans og hvað þá hvað hann kýs að gera í svefnherberginu.
Áróðurinn er allt í kringum okkur og fyrir löngu búinn að troða sér í Hollywood-myndirnar og gera margar þeirra alveg óbærilegar. Þar er hlutfall ýmissa hópa margfalt á við samfélagið að meðaltali sem á víst að vera gott fyrir okkur að sjá. Ekki verð ég mikið var við að fólk þurfi endalaust að tala um kynhneigð sína eða kynferðislegar langanir en á skjánum er þetta oft aðalatriðið og einnig að passa sig á að innleiða allar nýjustu breytingarnar í tungumálinu.
En fólk kýs með fótunum eins og við sjáum núna allt í kringum okkur með minnkandi neyslu á fréttum skolpræsamiðlanna (mainstream media), minnkandi aðsókn á Hollywood-myndirnar og viðspyrnu gegn því að fullorðnir karlmannslíkamar troði sér inn í sturtuaðstöðu kvenna í lítilla stúlkna, svo ekki sé minnst á fangelsi kvenna sem hafa sum hver í heiminum orðið að útungunarstöð fyrir afkvæmi nauðgara.
Það er með þetta í huga að ég lít núna á dagatalið og sé að ekki eru margir dagar í næstu kvikmynd Tom Cruise. Þar er öruggt að áhorfenda bíði ævintýraleg áhættuatriði sem fléttast inn í frásögn af ógn sem stafar að heiminum og verður ekki aftengd með hefðbundnum leiðum, leyfispappírum og flóknu skipuriti. Það er heldur enginn tími til að mála hárið á sér blátt og eltast við athygli ungra krakka. Nei, til að leysa verkefnið þarf lítið teymi fagmanna sem kunna að tjá sig svo aðrir skilji.
![]() |
500 milljón færri miðar seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning