Misheppnaðar friðarviðræður?

Fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu - nokkuð sem hefði aldrei átt að gerast - voru sendinefndir Úkraínu og Rússlands sestar við samningaborðið. Friðarsamningur var nánast kláraður. En þá skárust Bandaríkin og Bretland í leikinn og vildu meina að það væri betra að halda átökunum áfram. 

Þetta kalla blaðamenn í dag „misheppnaðar friðarviðræður“ og já, gott og vel, það heppnaðist misvel að slátra tugþúsundum ungra manna til að verja hagsmuni Vesturlanda í Úkraínu og því fór sem fór, og fer sem fer. En eitthvað finnst mér aðkoma Vesturlanda að átökunum í Úkraínu minna á aðkomu Vesturlanda að Miðausturlöndum þar sem önnur hliðin í sérhverjum skærum er umvafin í seðlum og vopnum í von um að hin hliðin bogni. Þótt aðferðafræðin heppnist aldrei er henni áfram haldið á lofti. 

Sé það rétt - eins og ýmislegt bendir til - að stór vestræn veldi hafi hreinlega komið í veg fyrir vopnahlé og frið í Úkraínu þá er illt í efni. Enn verra ef almenningi er haldið frá vitneskju um eitthvað slíkt. Við erum að læra það um veirutíma að yfirvöld og vinir þeirra hjá lyfjafyrirtækjunum földu óteljandi beinagrindur í skápnum. Við erum að sjá menn viðurkenna það og skrifa um það bækur að andlegri heilsu Joe Biden hafi verið haldið leyndri fyrir almenningi svo misserum skipti. Við vitum væntanlega öll að árás Bandaríkjanna og bandamanna inn í Írak á sínum tíma var rökstudd með helberum lygum. Listinn er endalaus og að lengjast, dag frá degi.

Stríð er friður.

Lyfjanotkun er heilsa.

Strengjabrúður eru forsetar.

Leyndarhyggja er gegnsæi.

Konur geta verið með typpi.

Samsæri gegn þér (og veski þínu og málfrelsi) eru góð og raunar nauðsynleg, þín vegna.


mbl.is Friðarviðræður gætu hafist í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband