Að stimpla sig út úr umræðu

Í dag lærði ég svolítið. Já, það kemur fyrir.

Ég lærði að það er hreinlega hægt að stimpla sig út úr umræðu, með umræðu!

Með því að tjá ákveðnar skoðanir er hreinlega hægt að stimpla sig út úr umræðu við þá sem hafa mögulega aðrar skoðanir.

Þú vilt grænmetissafa. Ég vil kókómjólk. Þér finnst kókómjólkin vera óholl fyrir líkama og tennur og tjáir þig um það: Bendir á rök og töflur yfir næringargildi. Ég get þá bara sagt að þú hafir stimplað þig út úr umræðunni með þessari leiðinlegu orðræðu þinni og held áfram að torga kókómjólk eins og enginn sé morgundagurinn.

Er þetta ekki alveg yndislegt?

Verðum við sem samfélag ekki bara betri fyrir vikið?

Þú segir að Jörðin sé flöt og stimplar svo bara þá sem hafa aðrar skoðanir, og rök fyrir þeim, út úr umræðunni.

Þú telur að hvíti kynstofninn beri af öðrum og eigi að ráða öllu og stimplar einfaldlega aðrar skoðanir út. Engin umræða, enda búið að stimpla öll mótrökin út.

Þú telur að tilvist þín sé að tortíma Jörðinni með loftslagsbreytingum og að það þurfi þar með að gera allar lífsnauðsynjar rándýrar með sköttum. Ég hika við að taka undir það. Þú stimplar mig þá bara úr umræðunni. Málið leyst og sannleikurinn er fæddur.

Því það virðist jú bara vera hægt, eins ótrúlegt og það er.

Menn börðust í ár og aldir til að losna við þennan stimpil og núna er hann kominn aftur. Ég legg til að fjarlægja hann, aftur.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband