Þriðjudagur, 13. maí 2025
Undir vélarhlífinni keyrir vélin áfram
Heimurinn er ekki svarthvítur.
Hann skiptist ekki tvo hópa af ríkjum sem eru innbyrðis sammála um allt, hata það sama, forðast það sama.
Ekki Vesturlönd á móti Rússlandi og bandamönnum Rússlands. Ekki NATO á móti ekki-NATO. Viðskipti fara fram, með blessun yfirvalda, þvert á óteljandi svið.
Ég fékk svolitla áminningu um þetta í fréttabréfi sem ég er áskrifandi að:
Vietnam Wants to Double Down on Nuclear. The government of Vietnam wants to add a combined capacity of 6.4 GW between 2030 and 2035, using President To Lams visit to Russia to preliminarily agree with Moscow on the construction of a nuclear power plant, simultaneously reaching out to South Korea and France.
Þetta er svolítið sérstök blanda, ekki satt?
Hérna vilja yfirvöld í Víetnam ná einhverju markmiði um orkuöryggi og velja kjarnorku. Þetta er ekki tæknilega auðvelt markmið og því þörf á að sækja í erlenda sérfræðiþekkingu. Hverjir hafa hana? Jú, Rússar, Suður-Kóreumenn og Frakkar, meðal annarra. Yfirvöld velja að hafa samband við alla, þvert á alla ágreininga um landamæri í Austur-Úkraínu, vinskap Rússa við Norður-Kóreu, samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og afstöðu Frakka í allskyns málum. Ekki eru Bandaríkin og Kína á þessu boðskorti, svo það sé nefnt, og ef marka má þessa frétt, enda eru þau tvo ríki í eigin dansi sem í bili virðist vera að liðkast fyrir.
Yfirvöld í Víetnam hugleiða kannski fyrst og fremst hvað er gagnlegt fyrir eigin þegna.
Ég er ekki að segja að hlutleysi í öllum átökum í heiminum sé gott mál. Ísland studdi eyðileggingu Líbýu og hefði kannski ekki átt að gera það, og dælir nú fé í vopnakaup á meðan innviðir grotna niður. Ísland er um leið þögult þegar Kínverjar saxa niður minnihlutahópa og virðist vera nokkuð sama um örlög Armeníumanna sem hafa þó þolað þjóðarmorð á seinni tímum.
En stundum þarf einfaldlega ekki að taka afstöðu. Er nágranni þinn að eyða of miklum tíma í tölvuleiki? Hans vandamál! Er forseti Argentínu að reyna leggja niður seðlabanka sinn og koma á algjöru frelsi í peningamálum? Góða skemmtun!
Vilja Rússar hjálpa Víetnömum að byggja mörg og stór kjarnorkuver? Áfram gakk!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn, Geir. Þú skrifar: "Yfirvöld í Víetnam hugleiða kannski fyrst og fremst hvað er gagnlegt fyrir eigin þegna." Það kemur mér svolítið á óvart að þú, sem vantreystir yfirleitt stjórnvöldum, skulir álíta að Miðstjórn Kommúnistaflokks Víetnams hugsi kannski fyrst og fremst um það sem er gagnlegt fyrir fólkið í landinu.
Wilhelm Emilsson, 13.5.2025 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning