Undir vélarhlífinni keyrir vélin áfram

Heimurinn er ekki svarthvítur.

Hann skiptist ekki tvo hópa af ríkjum sem eru innbyrðis sammála um allt, hata það sama, forðast það sama. 

Ekki Vesturlönd á móti Rússlandi og bandamönnum Rússlands. Ekki NATO á móti ekki-NATO. Viðskipti fara fram, með blessun yfirvalda, þvert á óteljandi svið.

Ég fékk svolitla áminningu um þetta í fréttabréfi sem ég er áskrifandi að:

Vietnam Wants to Double Down on Nuclear. The government of Vietnam wants to add a combined capacity of 6.4 GW between 2030 and 2035, using President To Lam’s visit to Russia to preliminarily agree with Moscow on the construction of a nuclear power plant, simultaneously reaching out to South Korea and France.

Þetta er svolítið sérstök blanda, ekki satt?

Hérna vilja yfirvöld í Víetnam ná einhverju markmiði um orkuöryggi og velja kjarnorku. Þetta er ekki tæknilega auðvelt markmið og því þörf á að sækja í erlenda sérfræðiþekkingu. Hverjir hafa hana? Jú, Rússar, Suður-Kóreumenn og Frakkar, meðal annarra. Yfirvöld velja að hafa samband við alla, þvert á alla ágreininga um landamæri í Austur-Úkraínu, vinskap Rússa við Norður-Kóreu, samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og afstöðu Frakka í allskyns málum. Ekki eru Bandaríkin og Kína á þessu boðskorti, svo það sé nefnt, og ef marka má þessa frétt, enda eru þau tvo ríki í eigin dansi sem í bili virðist vera að liðkast fyrir. 

Yfirvöld í Víetnam hugleiða kannski fyrst og fremst hvað er gagnlegt fyrir eigin þegna. 

Ég er ekki að segja að hlutleysi í öllum átökum í heiminum sé gott mál. Ísland studdi eyðileggingu Líbýu og hefði kannski ekki átt að gera það, og dælir nú fé í vopnakaup á meðan innviðir grotna niður. Ísland er um leið þögult þegar Kínverjar saxa niður minnihlutahópa og virðist vera nokkuð sama um örlög Armeníumanna sem hafa þó þolað þjóðarmorð á seinni tímum.

En stundum þarf einfaldlega ekki að taka afstöðu. Er nágranni þinn að eyða of miklum tíma í tölvuleiki? Hans vandamál! Er forseti Argentínu að reyna leggja niður seðlabanka sinn og koma á algjöru frelsi í peningamálum? Góða skemmtun!

Vilja Rússar hjálpa Víetnömum að byggja mörg og stór kjarnorkuver? Áfram gakk!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn, Geir. Þú skrifar: "Yfirvöld í Víetnam hugleiða kannski fyrst og fremst hvað er gagnlegt fyrir eigin þegna." Það kemur mér svolítið á óvart að þú, sem vantreystir yfirleitt stjórnvöldum, skulir álíta að Miðstjórn Kommúnistaflokks Víetnams hugsi kannski fyrst og fremst um það sem er gagnlegt fyrir fólkið í landinu. 

Wilhelm Emilsson, 13.5.2025 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband