Hvað þarf að gerast til að missa starfið hjá hinu opinbera?

Mikið er nú rætt um starfsemina á skrifstofu ríkissaksóknara. Aftur. Í þetta skipti vegna leka, í fyrra skipti vegna tilrauna til að bola öðrum ráðherraskipuðum starfsmanni úr starfi án góðrar ástæðu.

Er þetta svo ekki embættið sem hundeltir núna tvo unga menn í gegnum allt dómskerfið vegna meintra áforma um hryðjuverk?

Nú er ég ekki endilega að segja að ríkissaksóknari þurfi að fjúka eða segja af sér, þótt það gerði sjálfsagt ekki mikið til. Þetta er mögulega vanhæfur opinber starfsmaður en þeir eru svo margir að það yrðu fáir eftir ef þeir yrðu allir reknir. En hvað þarf til að missa starfið hjá hinu opinbera?

Fer það eftir því hvaða vindar blása í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum?

Eða eru einhver viðmið?

Ég þekki ágætlega það góða fólk sem starfar fyrir Samtök skattgreiðenda og reynir þar að fá hið opinbera til að deila gögnum um rekstur sinn. Þetta er ekki létt verk þrátt fyrir allskyns upplýsingalög og reglur um svör við fyrirspurnum. Kannski skiljanlega ef aðhaldið er ekkert, vanhæfnin algjör og feluleikurinn í hámarki. Og allir halda starfinu, sama hvað.


mbl.is Ríkissaksóknari hugi að stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætti ekki framkoma hennar gegn Helga Magnúsi vera brottvísunartilefni?

Sigurður I B Guðmundsson, 9.5.2025 kl. 10:22

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Til að missa starfið hjá hinu opinbera þarf viðkomandi að deyja. En jafnvel þrátt fyrir það virðist sá hinn sami fá feitan starfslokasamning með sér til hinstu hvílu. Við aumingjarnir sem höldum ríkisrössunum uppi megum þakka fyrir að fá greitt fram á þann dag er við látum af störfum.

Örn Gunnlaugsson, 9.5.2025 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband