Þriðjudagur, 6. maí 2025
Þetta með samhengið
Ég hef stundum kvartað yfir því á þessum stað að blaðamenn nenni sjaldan að segja frá samhengi hlutanna - aðdraganda, sögu, helstu leikendum, samningum sem voru sviknir og svona mætti lengi telja. Þess í stað er bara sagt að þessi vondi kall eða hinn hafi gert þennan vonda hlut eða hinn, og í kjölfarið hafi þessi góði kall eða hinn gert eitthvað á móti. Þannig hefjist átök eða deilur af því einhver vondi kallinn fékk vonda hugmynd og þar við situr.
Það var því hressandi að lesa svolitla fréttaskýringu um atburði sem nú eiga sér stað á landamærum Indlands og Pakistan: Eitthvað um aðdragandann, hvað gerðist áður, hvað breyttist og hvað er að eiga sér stað núna af þeim ástæðum.
Aðdragandi sem nær jafnvel áratugi aftur í tímann en sem atburðir dagsins í dag speglast í.
Samhengi.
Takk fyrir það!
Ætli íslenskur neytendur frétta hefðu ekki gott af fleiri slíkum fréttaskýringum um mun fleiri átök í heiminum?
Ekki til að réttlæta neitt eða kalla vondar hugmyndir góðar, heldur bara segja frá samhenginu.
Það held ég.
![]() |
Hvað er að gerast á milli Indlands og Pakistan? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það gæti líka verið upplýsandi fyrir hinn almenna lesanda að vita hver aðdragandinn að Úkraínustríðinu var og, t.d. hver hlutur Rand hugveitunnar var í þeirri atburðarás. Ekki síður væri upplýsandi hvers vegna hryðjuverkamönnum, blóðugum upp að öxlum, er nú tekið opnum örmum á Vesturlöndum. En nú mun Ál Jolani vera á leið í opinbera heimsókn til Frakklands.
já, samhengið skiptir máli, þótt það henti ekki öllum að halda því á lofti.
Ragnhildur Kolka, 6.5.2025 kl. 09:35
Ragnhildur,
Aðdragandinn að innrás Rússa í Úkraínu er einmitt dæmi um fréttaflutning þar sem er bara sagt að vondur maður hafi tekið vonda ákvörðun. Ekkert um borgarastríðið sem geysaði 2014-2022. Ekkert um sögulega þróun landamæra Úkraínu seinustu 100-200 ár. Ekkert um aðför úkraínskra yfirvalda að rússneska minnihlutanum.
Ekki þar með sagt að innrásin sé réttlætanleg enda færast þá skærur á milli vopnaðra manna yfir í sprengjuregn á húsnæði óbreyttra borgara. Það hefði mögulega verið hægt að finna leiðir til að standa við Minsk 2 samkomulagið. Svo hefðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Bretlands auðvitað aldrei átt að sprengja upp friðarsamkomulag Rússa og Úkraínumanna á upphafsdögum innrásarinnar. Eitthvað meira liggur að baki en að verja landamæri eins spilltasta ríkis heims gegn innrás frá öðru slíku. Okkur hefur verið drullusama hingað til.
Geir Ágústsson, 6.5.2025 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning